Norðurljósið - 01.01.1970, Page 180
180
NORÐURLJÓSIÐ
Ráðþrota rakarinn
Sögu þessa sagði Taylor Smith biskup. Hann er nú látinn. Hann
var sannur guðsmaður og iðinn við að „veiða menn“.
Er rakarinn komst að því, að hann átti að klippa biskup, datt
honum í hug, er hann hafði komið honum fyrir í stólnum og hjúpað
hann hvítu klæði, að hann skyldi eiga viðeigandi trúarlegt samtal
við hann. Er klippingin var hafin, spurði hann snögglega: „Trúið
þér á vígslu, herra?“
„Vígslu?“ spurði biskupinn, „við hvað eigið þér?“
„O-ó, þér ættuð að vita, við hvað ég á, herra. Ég var sjálfur vígð-
ur einu sinni, en það gerði mér ekki nokkurt gagn! Ég íhafði ekk-
ert upp úr því.“
„Voruð þér vígður?“ sagði biskup. „Þér eigið vissulega við
fermingu, ekki vígslu.“
„Já, auðvitað á ég við hana,“ sagði rakarinn og hló. „Mér skjátl-
aðist, herra, ég átti við ferminguna.“
„Segið mér frá henni,“ sagði biskupinn.
„Eg var þá drengur, og ég sagði við einn skólafélaga minn: „Við
skulum láta ferma okkur, því að þá fáum við frí hálfan dag. Við lét-
um svo ferma okkur.“ (í ensku kirkjunni er ferming ekki skylda.)
„Og fenguð þið ekki frí hálfan dag?“ „Ó, jú.“
„Segið mér þá ekki,“ mælti biskup, „að þér hafið ekki haft neitt
upp úr því.“
„Nei, ég átti við, að ég hafði ekkert það upp úr því, sem þér
munuð búast við,“ sagði hárskerinn og var enn að klippa hnakkann.
„Við hverju bjuggust þér?“
Hárskerinn varð ráðþrota. Sjáanlega hafði 'hann ekki vænt sér
neins, og það var einmitt það, sem hann fékk.
„Hlustið nú,“ sagði biskupinn. „Ferming merkir „styrking“ eða
„staðfesting.“ Hún á að vera til að styrkja eða staðfesta kristna trú
mannsins og andlega reynslu. En það er ekki hægt að staðfesta það,
sem ekki er til. Ef þér eigið ekki kristna trú, þá getið þér ekki „stað-
fest“ hana.“
„0-ó!“ sagði rakarinn og tók nú loksins að skilja, hvað fólgið er
í þessu orði.
„Heyrið,“ sagði biskupinn, „eruð þér á leið til himins?“