Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 157
NORÐURLJÓSIÐ
157
Það er algeng reynsla, . . . að hópar fólks safnist saman til að
hafa hæna nótt, um vakningu, en fær þó aldrei svar við bænum
sínum. Hver er ástæðan. Við látum orð Guðs svara: „Það eru mis-
gerðir yðar, sem skilnað hafa gert milli yðar og Guðs yðar, og
syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann
heyrir ekki.“ (Jes. 59. 1.—2.) Þess vegna verðum við að fletta of-
an af synd okkar fyrst af öllu....
Áður en við lesum, hvaða syndir dr. Smith telur upp, skulum við
minnast tveggja fyrirheita Drottins: Þau eru:
„Sá, sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki lángefinn, en sá, sem
játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.“ (Orðskv. 28. 13.)
„Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að
hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
(1. Jóh. 1. 9.)
Með þessi fyrirheit Guðs í huga, skulum við nú líta á þá skrá,
er dr. Smith hefir samið yfir syndir trúaðs fólks. Við skulum minn-
ast þess, að jafnvel aðeins ein þeirra getur hyrgt eyra föður okkar
á himnum.
Dr. 0. J. Smith segir svo:
Nú skulum við taka syndir okkar fyrir, eina og eina í senn. Við
skulum spyrja okkur eftirfarandi spurninga. Vera má, að við séum
sek og að Guð vilji tala við okkur.
(Ritstj. vill geta þess hér, að hann hefir bætt öllum ritningar-
greinunum og tilvitnunum inn í, fólki Guðs til enn meiri leiðbein-
ingar.) -
(1) Höfum við fyrirgefið öllum? Er nokkur illvilji, illgirni, hat-
ur eða óvinátta í hjörtum okkar? Og höfum við neitað að sættast?
„Er þér standið og hiðjizt fyrir, þá fyrirgefið, ef yður þykir
nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar í himnunum einnig
fyrirgefi yður misgerðir yðar.“ (Mark. 11. 25.)
(2) Verðum við reið? Er nokkur uppreisn hið innra? Er það
satt, að við missum stundum stjórn á skapi okkar? Heldur hræðin
okkur stundum í greipum sínum?
„Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera
fjarlægt yður og alla mannvonzku yfirleitt. (Efes. 4. 31.)
(3) Er hjá okkur nokkur a/órýði-tilfinning? Sé annar tekinn
fram yfir okkur, gerir það okkur öfundsjúk? Eða ef aðrir geta
beðið, talað eða gert hlutina betur en við?