Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 3
norðurljósið
3
vík og var okkur í hvívetna kunn að góðu. Langaði hana að sjá
einu sinni á ævinni annaS land en ísland, en mundi ahlrei hafa ein
lagt í slíka ferð. Hún gisti hjá frænku sinni í Reykjavík.
ÞjóShátíSardaginn, þegar sólin hellti geislaflóði yfir íbúa Akur-
eyrar, hellti rigningin stríðum straumum vatns yfir Reykjavík og
sjálfsagt allt Suðurland. Héldum við mi'kiS kyrru fyrir þann dag.
En fljúga skyldi af stað kl. 8 næsta morgun.
Nú er þaS mikill siður sumra manna, að þeir halda dagbók. Aldrei
hefi ég tamið mér hann, þótt oft hafi ég reynt það. Nú þóttist ég
hafa fundið góða lausn þessa vandamáls, þá: að fela konu minni að
skrásetja allt, er hún vildi, um ferðina, að halda dagbók. Mun þetta
hafa verið samþykkt með samhljóða atkvæðum okkar heggja. Reit
eg því aldrei stakan staf, hvað þá stakt orð, mér til minnis um ferða-
lagið, nema á sviði fjármála. Hóf svo Þóra mín starf sitt, og kemur
arangurinn að mestu óhreyttur hér á eftir. Orð eða setningar innan
sviga eru innskot frá mér.
Hér hefur upp frásögn Þóru G. Pálsdóttur.
Við fórum á fætur 20 mín. yfir 6, drukkum morgunkaffið (ekki
ég, sem aldrei drekk kaffi), svo ók Daníel okkur að Reynimel 23,
þar sem við tókum Elínborgu. Veður er dumbungslegt, og jörð vot
eftir alla rigninguna. Þegar við höfðum heðið um stund í flugaf-
greiðslunni, er okkur tilkynnt að brottför seinki um 15—20 mín.
Nú fer að hirta í lofti, og það gleður okkur að fá hlessað sólskin-
ið. Elinborg fær sér soðið vatn og banana. Þegar ég sé, að maltöl
fæst þar, þá langar mig í það. í sömu andrá segir einhver, að kallað
verði á farþegana eftir örfáar mínútur. Framkvæmdin fylgdi þegar
a eftir, fannst mér. Varð þá maltið að eiga sig.
Klukkan var að verða hálfníu, er vélin hefur sig á loft. Okkur er
sagt, að farþegar verði 14, (og að flogið verði í 22.000 feta hæð.
Leizt mér þá ekki á blikuna og spurði flugfreyjuna, hver loftþrýst-
ingur yrði í vélinni. Hann átti að samsvara 5000 feta hæð. Ég óttað-
lst þó súrefnisskort og var sagt, að ég gæti fengið súrefni, ef ég
þyrfti. Var betra að vita það.)
A afgreiðslunni heilsaði okkur kona, kafteinn í Hj álpræðishern-
um, sem við kynntumst, er haldið var upp á 65 ára afmæli Hersins
a Akureyri. Hún var með fjögurra ára son sinn. Hann var á leið til