Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJ ÓSIÐ
og geti ég ekki látið fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í
síðu hans, þá mun ég alls ekki trúa því.“ Jóhannesar guðspjall skýr-
ir frá því, að Jesús hafi foirzt Tómasi, ásamt hinum postulunum, um
það bil viku eftir páska. Bauð hann þá Tómasi að skoða ekki aðeins
naglaförin, heldur líka leggja hönd sína í síðu hans, og sagði við
hann: „Vertu ekki vantrúaður, 'heldur trúaður.11
Það hefir oft verið sagt um Tómas, að hann hafi verið vantrú-
aður, eða hann hafi átt erfitt með að trúa. Við athugun kemur þó
annað fram. Jesús álasaði hinum postulunum fyrir vantrú, er hann
birtist þeim á upprisudegi sínum, að þeir skyldu ekki foafa trúað
þeim, sem sögðu hann upprisinn — en ekki er þess getið foeinlínis,
að þannig foafi hann talað við Tómas, heldur hvatt hann til að vera
ekki vantrúaður, heldur trúaður.
Ætla má að vísu, að Tómas postuli hafi verið nokkuð foölsýnn
maður, bæði af tilsvari foans: „Vér skulum fara líka til þess að
deyja með foonum,“ sem getið er um í 11. kafla Júhannesar guð-
spjalls, en það var þegar Jesús sagði: „Förum aftur til Júdeu,“ en
lærisveinarnir höfðu þá svarað Jesú: „Nýlega ætluðu Gyðingarnir
að grýta þig, og nú fer þú þangað aftur.“ Þá sagði Tómas þetta:
„Vér skulum fara líka, til þess að deyja með honum.“ — Ekki er
ósennilegt, að Tómas foafi verið örvita af harmi eftir krossfestingu
og greftrun Jesú, og þess vegna hafi hann ekki verið með hinum
lærisveinunum, er Jesús foirtist þeim fyrst, er dyrum hafði verið
lokað, þar sem lærisveinarnir voru, af ótta við Gyðingana (Jóh.
20. kap.). Hins vegar virðist Tómas hafa af raunsæi sínu ályktað,
að væri Jesús upprisinn, þá mundi hann, meistarinn hans elskaði,
áreiðanlega líka foirtast sér — af því foann þekkti, hvernig Jesús var
---og þess vegna væri sér óhætt að segja, að gæti foann ekki þreifað
á foöndum Jesú, mundi foann ekki trúa því, að hann væri upprisinn.
Og hver af hinum lærisveinunum gaf eins skýra játningu um trú á
Jesúm upprisinn eins og Tómas, þegar foann sagði við Jesúm: „Drott-
inn minn og Guð minn“, er hann sá Jesúm upprisinn? — Tómas var
enginn vantrúarmaður öðrum mönnum fremur, en sennilega meiri
trúmaður en flestir aðrir, eftir að hann fékk áþreifanlegar sannanir
fyrir upprisu Jesú, meistara síns.
Margir hafa dregið í efa sannleiksgildi guðspj alla-frásagnanna
um upprisu Jesú Krists. Þá efasemi þarf þó enginn að óttast. Er
yfirleitt nokkur sá sannleiki til, sem aldrei hefir verið móti mælt?