Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 29
norðurljósið
29
draug til að hræða með. „Jesúíta-siðfræðin“: „Tilgangurinn 'helgar
meðalið,“ er þannig víða í gildi enn, þótt röng sé hún.
Konunni stóð ógn af því, að skemmta hinum vonda með deilum
við mann sinn. Hún var kunnug þeirri kenningu, sem biblían boðar,
að til er ill og voldug vera, sem vill okkur mönnum það eitt, sem
andstætt er Guði og okkur til tjóns. Þegar sagan gerðist, líklega á
18. öld, voru sjálfsagt engir 'hér á landi, sem neituðu tilveru djöfuls-
ins, þótt ófáir munu þeir nú. En
„vorrar aldar vitringar
votta, að djöflar séu ei þar,
nær helzt þeir á þeim erja.“
Svo kvað skáldið á Bægisá. — Konan hlýddi ráði gömlu konunnar,
hóf engar deilur við mann sinn, og ihjúskaparlífið ibatnaði, enda
sást hundurinn eigi framar. „Eins og kol þarf til glóða og við til
elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur,“ segir í
Orðskviðum Salómons í ritningunni. „Þegar eldsneytið þrýtur,
slokknar eldurinn“ segir í sömu bók. Þegar konan hætti að hefja
þrætur, slokknaði eldur ófriðarbálsins á heimilinu. Vizka gömlu
konunnar hafði bjargað, borið sigur úr býtum.
Var það þetta, er Sigurður meistari sá í þessari sögu? Hvort sem
það var eða ékki, opnaðist þennan sláttardag ævintýraheimurinn
fyrir mér. En annar 'heimur tók einnig að opnast: heimur mannlífs-
ins umhverfis mig. Sá heimur hefir opnazt mér æ meir, sem liðið
hafa árin. Þar eru víða ill öfl að verki, sem spilla friði heimila og
eitra lindir líMiamingju þeirrar, sem Guð vildi láta mennina njóta,
er hann gaf þeim hjúskap og heimilislíf.
Sá ógæfuvaldur, sem ásækir fjölda heimila nú á dögum, er áfeng-
ið. Ef hjónin bæði neyta áfengis, þá getur ekki potturinn kallað
ketilinn svartan og deilt á hann fyrir drykkjuskap. En drekki t. d.
eiginmaðurinn, hvernig snýst konan við því? Vínið er oft hinn
vondi andi, sem veldur deilum, spillir friði og helgi heimilisins.
Konan þarf meira en meðalþrek, ef hún á að geta umborið það
átölulaust, að maðurinn drekki um allar helgar að heita má, sé að
heiman og sitji að drykkju með svonefndum vinum sínum eða þá
dragi þá heim með sér og setji þar allt á annan endann. Hvað er þá
eðlilegra en það, að konan snúist til varnar? Hún sér hvert stefnir.
Hví þá ekki að vara manninn við, finna að framkomu hans, setja
ofan í við hann?