Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
Börn unnust til einlægrar trúar á Drottin og til fylgis við hann. Þá
túk starfið að vaxa meir og meir. Sloan gekk að eiga færeyska stúlku,
°g Drottinn sá fyrir þörfum þeirra, þótt Ihann væri ekki kostaður af
nokkru trúboðsfélagi. Stundum komu góðir, erlendir predikarar og
styrktu hendur hans í starfinu, sem óx og óx, þrátt fyrir alla mót-
sPyrnu, unz reistur var nýr og stærri salur í Þórshöfn. Hann var svo
rifinn og fluttur á brott sem áður segir. Nýi salurinn stendur þar nú,
eða salirnir öllu heldur, því að fleiri en einn salur er í húsinu. Er í
stora salnum innanhúss sjónvarp, svo að samkomugestir, sem ekki
la sæti í stóra salnum, geta séð og heyrt ræðumanninn jafn ljóslif-
andi sem væri hann hjá þeim.
Nú eru margir frjálsir, óháðir söfnuðir í Færeyjum. Er hinn
stærsti í Þórshöfn, skildist mér, en næststærstur er þá söfnuðurinn í
hlakksvík. Til trúaðramótsins kemur svo allt trúað fólk úr frjálsu
sófnuðunum, sem með nokkru móti getur komizt að heiman. Höfðu
yerið um 1500 manns á móti í Klakksvík sl. vor. Veit ég ekki, hve
niargir voru í Þórshöfn nú. Ég gizka á 1200—1400 manns, er flest
var. En þaö fólk er ekki allt úr frj álsu söfnuðunum, er mér sagt, og
heldur ekki sl. vor í Klakksvík.
Mér var boðiö að tala á tveimur samkomum. Tók ég boðinu, en
nieð þeim ummæluin þó, að ég tæki þar með orðið frá einhverjum
tveimur góðum hræðrum í Færeyjum. Ég skildi illa ræðumennina
fyrst, suma að minnsta kosti. Ég fór að biðja Guð að opna á mér
eyrun, að ég skildi það, sem flutt var. Annaðhvort var ég bænheyrö-
ur með það, eða þá að þeir voru skýrmæltari flestir, er síðar töluðu.
Heyrði ég þarna ágætar ræður. Eru þarna ágætir ræðumenn að vaxa
UPP, auk hinna eldri. Mér var heldur erfiðara fyrir að tala, þar sem
ég þurfti að láta túlka ræður mínar.
Mikill og góður söngur var á samkomunum. Sálmabókin geymdi
uin 1200 sálma, eða ekki fjarri því, minnir mig. Allan þorra þeirra
hafði Victor Danielsen þýtt. Hann var maður fluggáfaður, prédik-
ari mikill, þýddi auk allrar bihlíunnar margar aðrar bækur og frum-
samdi eitthvað líka. Biblíuþýðngu hans átti að fara að prenta, er
heimsstyrj öldin skall á. Meðan stóð á henni, var breyting gerð á
•itmáli 1 æreyinga. Tók þá Victor sig til og þýddi hana aftur, að
uunnsta kosti gamla testamentið. Hann var sýslumannssonur, og
sýndi faðir ihns mr. Sloan vinsemd, en Guð kaus svo son hans til