Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 145
NORÐURLJÓSIÐ
145
livítan mann áður. En þessi maður gat talað málið hennar.
Gamla konan varð reið, þegar hún sá, að Nyille talaði við
hvíta manninn. „Eg veit ekki, hvað hefir komið yfir þorpið
okkar,“ sagði hún reið. „Við vorum vön að lifa hér í friði.
En síðan ókunni maðurinn kom, er alls staðar verið í kapp-
ræðum, og það gerist jafnvel, að ambátt talar við hvítan
mann!“
Nyille sagði henni ekki, hvað hvíti maðurinn hafði sagt.
Hann hafði spurt hana: „Vildir þú koma á stað, þar sem þú
gætir heyrt meir um Jesúm?“ Auðvitað sagði Nyille já undir
eins. Henni þótti ekkert vænt um húsbændur sína og heldur
ekki föður sinn, því að hann hafði selt hana þessu vonda
fólki. Hún var því ekki hrædd við að segja þessum hvíta
manni, að hún vildi fúslega fara hvert sem væri, ef hún gæti
heyrt meira um Jesúm. Trúboðinn sagði þá, að hann kæmi
aftur seinna.
Margir mánuðir liðu, og Nyille hélt nærri því, að liann
hefði gleymt henni. Hún var nú ekki nema lítil ambátt í
kjarrskógalandinu. En dagurinn rann upp, þegar trúboðinn
kom með ókunna manninum og vildi fá að tala við húsbónda
hennar.
Nyille litla varð nú mjög lirædd. Ef húsbóndi hennar
skyldi nú ekki vilja, að hún færi í ferðina. Hún flýtti sér að
Ijúka við störf sín. En hún gaf alltaf gætur að mönnunum
þremur, sem töluðu saman undir trjánum þar skammt frá.
Loksins sá hún, að hvíti maðurinn fékk húsbónda hennar
eitthvað af peningum. Þá skildi hún, að trúboðinn hafði
keypt henni frelsi. Litlu síðar kölluðu þeir á hana. Gamli
maðurinn var reiður, en hann var hræddur við hvíta mann-
inn, svo að hann lét að óskum trúboðans. „Þú ert ambátt
hvíta mannsins nú,“ sagði hann við Nyille. Svo færði hann
hana úr bætta pilsinu. „Þú komst allslaus til mín, svo að alls-
laus skaltu fara, þegar þú fer frá mér,“ sagði hann. Nyille
þótti leiðinlegt, að hún var ekki í neinu nú, nema nærkjóln-