Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 181
NORÐURLJÓSIÐ
181
„Á leið til himins?“ endurtók rakarinn, sem hrökk við. „Hvað,
auðvitað er ég á leið til himins. Hvers vegna ætti ég ekki að fara
til himins?“
„Hvers vegna ættuð þér að fara það?“
„Eg er eins góður og nokkur annar maður,“ svaraði hárskerinn.
„Ég hefi aldrei gert neinum nokkurt mein, og ég hefi alltaf gert hið
bezta, sem ég hefi getað.“
„Hafið þér ekkert annað að segja? Því að, sé þetta svona, þá sé
ég ekki, að þér íhafið minnstu möguleika á því, að komast til himins
með þessum skilmálum.“
Hárskerinn varð furðulostinn. „Ekki þótt ég hafi gert hið bezta,
sem ég get?“ andmælti hann.
„Sjáið nú til,“ sagði biskupinn, „setjum svo, að annar maður
kæmi inn, settist í auða stólinn hér við hliðina á mér og segði, að
hann vildi fá klippingu. Og setjum svo, að ég segði við yður: ,Lát-
ið mig fá skæri og greiðu, og ég skal klippa þennan náunga.* Hvað
mundi koma fyrir?“
„Hvað, yður mundi mistakast það hræðilega.“
„Jú, en ég gerði hið ibezta, sem ég gæti.“
Biskupinn var að endurtaka orð hárskerans. En hann andmælti
og sagði: „Jæja, herra, því meira, sem þér gerðuð, því verra yrði
það.“
„Nákvæmlega,“ sagði biskup, „því að ég kann eikkert til þess. En
setjum svo, að þér gætuð gefið mér reynslu yðar og einhvern veg-
inn lagt hagleik yðar í fingur mína! Hvernig yrði það þá?“
„Hvað, þá munduð þér, herra, klippa hár hans eins vel og ég get
gert það sjálfur.“
„Nú,“ sagði biskupinn, „þannig lifi ég kristna lífinu.“ Klipping-
in var búin og dyrunum lokað. Biskupinn tók upp nýja testamentið
sitt og las Galatabréfið 2. 20.: „Ég er krossfestur með Kristi. Sjálf-
ur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það, sem ég þó
enn lifi í íholdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og
lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“
„Þér skiljið, ég geri ekki hið bezta, sem ég get. Ég gef Jesú Kristi
líkama minn til að ,gera sitt bezta1 í mér. Ég gef honum sjálfan mig:
hendur mínar lil að starfa með, augu mín til að sjá með, varir mín-
ar til að tala með, huga minn til að hugsa með. Þetta er kristna líf-
ið, að Kristur lifi í okkur.“