Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
alltaf skrifazt á öðru hvoru. Hafði hann róið undir, að ég kæmi til
Færeyja.)
KI. 12 erum við komin þangað, sem báturinn fer frá yfir sundið
að Vestmannahöfn. (Vestmanna í daglegu tali. Mr. Lowther var í
sama vagni og við, og sáum við í því fyrirhyggju Drottins. Við höfð-
um aðeins ferðatékka til að greiða með í færeyskum gjaldeyri. En
þeim varð að skipta í banka. Við hefðum því orðið í vandræðum.
En mr. Lowther lánaði okkur öllum í fargjöldin, fyrst með bifreið-
inni, þá með bátnum og loks með vagni til Þórshafnar. Kostaði þetta
alls 27 kr. fær. (314.37 ísl.) fyrir hvert okkar. Ég greiddi svo mr.
Lovvther í Þórshöfn.)
Við þurftum skammt að bíða bátsins. Nokkur tími fór í upp-
skipun og útskipun varnings og flutnings. Elínborgu líður ekki
rétt vel eftir bílferðina og versnar heldur en hitt, er við komum
i bátinn. Hann er með þægilegum sætum milli borða. Hún getur
undir eins lagt sig, ég sezt í eitt sætið við borðið á móti henni.
Hér eru engir bréfpokar sýnilegir eins og í flugvélinni, ef fólk
feri að kasta upp, og ég man ekki eftir, að ég hafi neinn. Þá
sé ég, að ‘bóndi minn hefir verið svo þrifinn, að láta bréfpoka
utan um inniskóna sína, sem eru í handtösku okkar. Ég ríf skóna
úr pokanum og nú er allt tilbúið, þótt Elínborg yrði sjóveik. En
ú þessu þarf ekki að halda. Sjóferðin er ekki löng. Þá skiptum
við um farkost. Við erum 6 í bíl með bílstjóranum. Ferðin lil
i’órshafnar tekur lengri tíma, því að við fáum mikla þoku á
leiðinni, svo að aka verður stundum mjög hægt. Stóð það heima,
að Blínborg er að verða illa haldin af bílveiki, þegar við komum
L1 Þórshafnar. Okkur var ekið beint að húsi Péturs Hábergs, þar
sem kona hans (Hjördís) tók okkur tveim höndum. Þá var klukk-
un orðin um 2. Elínborg fékk þegar að leggja sig fyrir. Við hjón-
m settumst að góðum, 'heitum mat. Sæmundur fór að segja konu
Péturs, að Lowther eigi að tala á samkomu í Þórshöfn um kvöldið.
Hún segist hafa heyrt það í útvarpinu og einnig, að Sæmundur
eigi að tala. En það vissum við ekki. Pétur var væntanlegur heim
um eða undir kvöldið. Hann hafði farið til Danmerkur með söng-
flokki frá Klakksvík, sem var þar í söngför ásamt samkomuhaldi.
Lað eru gloppur í fleira en skýin. Dagbækur geta líka orðið
gloppóttar. Hér kemur eyða í heila viku og meira þó. Verður því
fyrst um sinn sagt frá því, sem helzt er geymt í minninu.