Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 89
norðurljósið
89
Við páikamðltíðarborðið
Mánaðarritið „THe Chosen People“ (Útvalda fólkið) flutti í marz
1949 ágæta skýringargrein, sem lýsti því, hvernig má hugsa sér, að
hagað hafi til við 'borðið, er Drottinn vor neytti hinnar síðustu
páskamáltíðar ihér á jörð, áður en hann gekk út í kvöl og dauða.
Rissmyndin, sem fylgir hér til skýringar, er tekin úr þessu ihefti.
Hebresk-kristni fræðimaðurinn, Alfred Edersheim, telur, að þá
a
D
hafi fjórir þeirra, sern tóku þátt í máltíðinni, verið við borðið, eins
og myndin sýnir.
Menn veita því athygli, að borðið var innan í skeifu, sem mynduð
var af dýnum þeim, sem gestirnir hvíldu á, er neytt var matar. Borð-
ið, merkt A, var lengra en skeifan. Endinn, sem út úr henni stóð,
var dúklaus, því að á hann voru sett matarílát og diskar. Dýnurnar
eru ómerktar. Gestirnir hvíldu þannig á þeim, að þeir lágu þvert
yfir þær, táknar C höfuð þeirra, en D fætur, sem teygðir voru í átt
til veggjar. Þjónninn, sem bar matinn til gestanna, gekk um inni í
hálfhringnum milli þeirra og borðsins. En borðið var mjög lágt.
Annað sætið vinstra megin við borðið var húsbóndasætið. Það
hefir Drottinn vor sjálfur skipað. Jóhannes var hægra megin við
hann, þar sem hann var við brjóst hans. En heiðurssætið var næst
húsbóndanum vinstra megin. Það sæti hefir Júdas skipað, því að
Kristur rétti honum bitann, sem hann dýfði í. Beint á móti Jóhannesi
við hinn borðendann mun Pétur hafa verið, því að hann gaf Jó-