Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 141
N ORÐURLJ ÓSIÐ
141
lengur ráðið við sig. Hún varð að fara og segja móður sinni,
hvað hafði komið fyrir. Sem betur fór var móðir hennar
vöknuð, og eftir svefninn voru kvalirnar horfnar. Gréta sagði
í flýti frá heimsókninni og matnum, sem hún hafði búið til.
„Þú segir þó fréttir. Æ, hvers vegna þurfti ég að verða
veik einmitt í dag? Aðeins þú hefðir vakið mig. Kiötbollur
var ekki matur til að bera svo fínum herra. Nú er ég hrædd
um, að faðir þinn geti ekki selt honum vörurnar.“
„En, mamma, ég gerði það eins vel og ég gat, og ég held,
að hr. Brandt hafi þótt maturinn góður,“ svaraði Gréta von-
svikin.
„Ég efast ekki um, að þú hafir gert hið bezta, sem þú gazt,
og és er ekki vanþakklát. Það er aðeins leiðinlegt, að ég
skvldi verða veik einmitt í dag.“
Þegar faðir Grétu kom heim um kvöldið, var hann í
fjarska góðu skapi. „f dag hefir hr. Brandt kevpt langtum
meira af mér en ég þorði að vona í mínum villtustu draum-
órum. Ég er með kveðju til þín, Gréta, frá honum. Ég átti að
segia. að hann vil'l fúslega í næsta skipti láta big búa til mat-
inn handa sér. Eftir að hafa fengið pantanir hans, þá er okk-
ur vel borgið fjáíhagslega, og þú getur haldið áfram að fara
í skólann. Við höfum sannarlega ástæðu til að þakka Guði.“
- Það hofuni við,“ svaraði Gréta bljóðlega, og hún hugs-
aði til bænar sinnar til Jesú, bog;ar bún fékk að vita, að það
væri von á fínum gesti til hádegisvei’ðar.
3. EITT.A AMBÁTTIN.
Saga frá Afríku.
„Hvar hefir þú verið, letinginn, ónytjungurinn þinn?“
kallaði reiðileg kvenmannsrödd. Hún sá, hvar lítil, óhrein
og tötrum búin stúlka kom inn í garðinn með viðarbyrði á
höfðinu.
Nyille hengdi niður böfuðið. Hún vissi vel, að hún hefði