Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 70
70
NORÐURLJOSIÐ
sótti samkomu, sem fríkirkjupresturinn skozki hélt. í ræðu sinni
komst hann svo að orði, að Golgata ihylur aldrei það, sem við eig-
um að draga fram í dagsljósið. Ungi maðurinn talaði við hann á
eftir og meðgekk, að samvizkan hafði ónáðað hann þrátt fyrir þessa
ráðlegging, sem hann fékk. Presturinn sagði við hann: „Kæri, ungi
náungi minn, það er aðeins eitt, sem þú getur gert til þess að finna
frið. Þú verður að bæta fyrir brot þitt og gera það þegar í stað.
Skrifaðu stúlkunni og kannastu við, að þú ert faðir harnsins henn-
ar. Skrifaðu foreldrum þínum og segðu þeim frá synd þinni. Skrif-
aðu síðan foreldrum hennar og segðu þeim, að þú skulir gera allt,
sem í þínu valdi stendur til að hjálpa.“ Presturinn bætir síðan við:
„Næsta morgun fékk ég þá gleði, að láta þrjú bréf í póstinn.“ Þetta
var sönn iðrun hjá unga manninum, að bæta fyrir ibrot sitt af fremsta
megni.
Friðþægingin nægir ekki til að hylja syndir, sem draga þarf fram
í dagsljósið og dæma. Kærleikurinn til náungans nægir ekki heldur,
sé ekki réttlæti samfara ihonum. Enginn má vera svo „kærleiksríkur“,
að 'hann taki eignir annarra manna án vitundar þeirra og þeim til
skaða, þótt það sé gert til að bæta úr þörfum fátækra. Afturhvarfi
Zakkeusar fylgdi næm réttlætis tilfinning. „Hafi ég ihaft nokkuð af
einhverjum, gef ég honum það ferfalt aftur,“ sagði hann við Drottin.
Lögmálið ákvað slíkar skaðabætur, ef maður stal sauðkind frá
öðrum. Hann átti að greiða fjórar kindur í stað þeirrar, sem stolið
var. Zakkeus leit svo á með réttu, að þetta, að 'hafa fé af öðrum með
rangindum, væri hreinn og beinn þjófnaður. Vafalaust hefir hann
ætlað sér að yfirfara eða endurskoða tollreikninga sína. Hins vegar
sagði meðvitund hans, að ekki hefði hann, vísvitandi, dregið sér
annarra fé í stórum stíl. Helmingur eigna hans hefði þá ekki nægt til
að greiða það ferfalt aftur.
Hve stórkostleg var sú gerbreyting, sem orðin var á Zakkeusi!
Hugarfar hans var orðið hreint. Það var orðið hugarfar réttláts
manns. Nú var hann orðinn það, sem foreldra hans dreymdi um,
að hann yrði. Nú bar hann með réttu nafnið Zakkeus: hreinn. Drolt-
inn Jesús gatþví sagt við hann: „I dag hefir hjálpræði hlotnazt húsi
þessu, þar eð einnig þessi maður er Abrahams sonur. Því að Manns-
sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“
Við getum rétt sem snöggvast leitt hugann að því, 'hve fátæka
fólkið hefir orðið glatt, er Zakkeus tók að skipta fé sínu á milli þess.