Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
á sumum, að trúa sé lítilmannlegt og hæfi ekki skynsömum manni.
En hvað mikill >hluti af lífi hvers einasta manns er trú? Er ekki allur
skólalærdómur trú? Yerða ekki allir nemendur að trúa því, sem
þeir lesa og því, sem þeim er sagt? Ekki er það þeirra rannsókn eða
reynsla. Við hefðum lítið gagn af annarra reynslu, ef við tryðum
henni ekki. Að þessu athuguðu skilst mér, að meiri hluti af lífi
hvers manns sé trú. Hans eigin þekking og reynsla er það smá, að
lífshringurinn yrði þröngur, ef hann tryði engu. Er þá ekki jafn
rétt að trúa biblíunni og öðrum 'bókum? Ég held, að mannleg rök-
hyggja verði að álykta það. Að lesa efnafræði, eðlisfræði og jarð-
fræði fjarlægir engan Guði, nema hann sé ákveðinn að forðast Guð
og bindi fyrir sín sálaraugu með umbúðum hrokans.
Margt fleira geri ég með sjálfum mér að athugunarefni um skil-
greiningu á trú og trúarathöfnum. Eitt er hinn drembni barkabelj-
andi sumra, er kallast söngur, en getur varla verið lofsöngur, ef
sungið er aðeins til að sýna sitt eigið ágæti. Hljóðir og auðmjúkir
tónar hjartans heyrast að mínu viti betur á himnum en hrokaöskur
barkans. Ekki svo að skilja, að ég sé á móti öllum söng, en hann er
farinn að fá á sig iblæ hrokans. Það mislíkar mér . . . “
Hálfdan Hannibalsson.
Hvað afstýrði byltingunni?
Indónesíu-þjóðin er stór. Aðeins fjórar þjóðir í heimi eru stærri
en hún. Árið 1964 taldi kommúnistaflokkur landsins 3 milljónir
manna, og skráðir, skipulagðir stuðningsmenn hans voru 14 milljón-
ir. Herferðir gegn Guðs trú voru farnar á mörgum stöðum og talið
er, að um 40 af hundraði í hernum á Java hafi verið kommúnistar.
30. september 1965 ætluðu kommúnistar að taka völdin í hendur
sínar, og voru sterk áhrif frá Kína á bak við þetta. Sannað er, að
taka skyldi af lífi 250.000 manns, og að grafirnar höfðu verið
grafnar.
Lífvarðarforingi Sukarnos stýrði uppreisninni. Sex af átta æðstu
hershöfðingjunum voru handteknir eða drepnir. Allt var komið á
annan endann í Indónesíu.
Þá greip Guð fram í. Einhvern veginn heppnaðist valdatakan
ekki. Hershöfðingjarnir tveir, sem sluppu, beittu mótspyrnu. Af-