Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 61
norðurljósið
61
Norðurlandi. Tilkynnti hún um sumarið, að ihafís væri kominn upp
að Norðurlandi vestanverðu. Færðist hann skjótt austur með og var
korninn á móts við mynni Eyjafjarðar, eða nálega svo austarlega,
er mr. Gook tók fyrir alvöru að ibiðja á móti ihonum, Man ég, að
dag einn við morgunlestur biblíunnar og hænastund á eftir bað hann
Guð alveg ákveðið: að senda ísinn í burtu.
Þá mun ég hafa komizt hættulega nærri því að freista Guðs, því
að ég hugsaði með sjálfum mér: „Hvað skyldi það taka Almættið
langan tíma að senda ísinn í burtu?“ Akvað ég að veita því athygli.
Eg þori ekki að fullyrða, að það hafi verið næsta dag, sem mig
minnir þó, en ég fullyrði, að ekki seinna en daginn þar á eftir til-
kynnti síldarleitin, að engan hafís væri að sjá fyrir öllu Norðurlandi.
Óbeðin lcekning.
Sumarið 1930 fór mr. Gook til Englands. Jóhann Steinsson mun
ekki hafa verið í bænum, og kom það í minn hlut að halda uppi sam-
komum á sunnudögum síðdegis. Kom mjög fátt á samkomurnar,
en venja var frá upphafi starfsins, að fátt ifólk kæmi að sumar-
lagi, er allir urðu að leita sér atvinnu, innanbæjar eða utan, og
vinna sem bezt vegna lítillar atvinnu á vetrum.
Svo bar til einn sunnudag, að ég sá fólk á samkomu, er ég
niundi ekki, að ég hefði séð fyrr. Það var ung kona með tvö
eða þrjú börn. Hún sat rétt fyrir framan ræðustólinn. Aftarlega
við vesturvegg sat miðaldra maður, mér ókunnur. Auk annarra
var Halldór söðlsmiður, valinkunnur, trúaður maður í Hjálp-
ræðishernum.
Eg flutti fólkinu það úr orði Guðs, sem mér hafði fundizt mér
vera gefið til flutnings þennan dag. A eftir var svo bænastund, og
munu flestir þeir, sem viðstaddir voru, bafa kropið á kné við sæti
sitt. Er ég hafði beðið, kom sú hugsun til mín, að enda bænastund-
ina. En er ég hikaði andartak, byrjaði Halldór að biðja og flutti
góða bæn. En ekki hafði hann fyrr sagt „amen“ heldur en ókunni
nraðurinn ihóf að biðja. Bað hann svo hátt, að annað eins hafði ég
ei fyrri heyrt. Til frekari áherzlu gengu svo ihnefarnir niður í bekk-
nin. Varð ég mjög undrandi. Var iheilagur Andi að ver'ki þarna? Ef
svo var, vildi ég ekki ihindra hann. En mér þótti ótrúlegt, að Ihann
léti manninn berja hnefunum í 'bekkinn. Svo kemur þar í bæninni,
að maðurinn segir, og orð hans greyptust í minni mitt: „Þeir, sem