Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 168
168
NORÖURLJÓSIÐ
Guð hefir séð okkur fyrir öllu, lagt allt til, sem við þurfum, til að
geta lifað nytsömu, gagnlegu lífi í trúnni á Krist. Biblían er leið-
sögubók okkar. I henni finnum við það, sem við þörfnumst, til að
verða sterkir og athafnasamir sannkristnir menn. Greinarnar, sem
hér eru valdar úr biblíunni, munu reynast þér gagnlegar til að byrja
með nýja lífið í Kristi.
Þú skalt athuga það, að hver kafli efnisins hefir fyrirsögn úr
stóru letri, upphafsstöfum. Efnið breytist með hverjum kafla. Gott
er að gefa sér nægan tíma til að athuga hvern efniskafla, lesa hann
aftur og aftur, jafnvel læra greinarnar utanbókar.
NÝTT LÍF í KRISTI.
Postulinn Jóhannes ritaði:
Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem
hefir soninn, 'hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki
lífið.
Þetta hefi ég skrifað yður, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft
líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar. — 1. Jóh. bréf 5. 11.—-13.
Drottinn Jesús sagði:
Ég er kominn, til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir . . . Ég gef
þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal
slíta þá úr hendi minni. — Jóhannes 10. 10., 28.
Sá, sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft
líf og kemur ekki til dóms, lieldur hefir hann stigið yfir frá dauð-
anum til lífsins. — Jóhannes 5. 24.
Lofgerð.
Þú varpaðir öllum syndum mínum að baki þér. Sá, sem lifir, sá,
sem lifir, vegsamar þig, eins og ég geri í dag. — Jesaja 38. 17., 19.
Lofgerð vor er Guði þóknanleg mj ög. „Lofa þú Drottin, sála mín,
og gleym eigi neinum velgerðum hans.“ Þú skalt vaka yfir hverju
tækifæri til að lofa Guð og son hans, Jesúm Krist. I ljóði í norsku
blaði sagði maður frá því, að hann hefði átt heima í „Möglunar-
götu“. Þar var oft þoka og rigning eða súld. Síðan flutti hann í
„Lofgerðarstræti“. Þar var alltaf sólskin og heiður himinn. Lofgerð
á að vera sterkur þáttur lífsins nýja í Kristi.