Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 136
136
NORÐURLJÓSIÐ
um, að það var satt, sem kristni kennarinn lians sagði, að
það væri aðeins einn sannur Guð til. Bara hann gæti komið
föður sínum til að skilja það!
„Það gerir þér ekkert gagn, pabbi, að biðja til hjáguð-
anna eða borga þeim peninga. Hvernig geta mállausir guðir
bjálpað nokkrum? Reyndu að biðja til hans sanna Guðs. Eg
er viss um, að hann mun hjálpa okkur og senda vatn í brunn-
inn.“ — „Hvernig getur þú vitað nokkuð um, bver er binn
sanni Guð?“ sagði faðir hans ásakandi, „og hvernig þorir
þú að segja, að ég fari skakkt að og að þú þekkir réttu leið-
ina? Eru ekki margir guðir í Indlandi? Þegar ég bið til
þeirra og færi þeim fórn mína, munu þeir vissulega heyra
mig.“
Kasban sagði ekki meira. Hann vissi, að það var gagns-
laust að reyna að sannfæra föður sinn um, að hjáguðirnir
voru lífvana. Faðir hans bjó sig þegar undir, að láta sækja
heiðnu prestana. Þgar þeir komu, litu þeir mjög virðulega
út í síðum, gulum skikkjum sínum, og allt var gert til að fá
vatnið. Það var fórnað mat, og það voru gefnir peningar —
og það var beðið til Lakshimi, Kali og Hanuman. „Sendið
vatn!“ hrópuðu þeir, fyrst til eins guðsins og síðan til ann-
ars. Þá gekk Amidas að brunninum og beið. Hann beygði sig
yfir hann, hann gægðist niður í hann til að gá að vatninu og
til að hlusta, hvort hann gæti ekki heyrt niðinn í vatninu, en
ekkert var að sjá, og ekki heyrðist nokkurt hljóð. Brunnur-
inn var alveg eins þurr og hann hafði alltaf verið. Ekkert
benti á bænheyrslu.
„Það getur verið, að guðirnir sofi,“ sagði nágranninn, sem
kominn var aftur til að sjá, hvernig allt gengi. ,Bið þú dá-
lítið hærra, eða þú hefir ef til vill ekki gefið nóga peninga?“
Amidas, sem var þreyttnr og niðurdreginn, reyndi að
biðja hærra. Hann bætti við peningana og sótti meiri mat,
sem hann fórnaði hinum hjartahörðu guðum; en brunnur-
inn var eins þurr og þegar byrjað var að grafa.