Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 109
NORÐURLJÓSIÐ
109
Maðurinn hrökk við. „Bróðir minn!“ Óðar tók hann hendurnar
úr buxtiavösunum, fór úr jakkanum og fór að grafa af öllum kröft-
um. Við það, að sjá áhuga hans, fengu hinir aukinn áhuga. Með
sameiginlegum áhuga og erfiðismunum gátu þeir bjargað mann-
inum.
Þetta dæmi skiljum við vel. Hvernig gat hann verið kærulaus, þegar
bróðir hans var í brunninum? Samt erum við svo margoft áhuga-
laus. Út frá einum manni hefir Guð skapað mennina og dreift þeim
úl um jörðina, segir postulinn. Allir heiðingjaskararnir eru bræður
okkar. Ætti ekki þetta, þegar við vitum það, að koma okkur til að
taka hendurnar úr vösunum? Eða erum við í ætt við Kain? Á bróð-
ir okkar að farast í brunninum? Við skulum taka okkur skófluna í
hönd.
(Þórður M. Jóhannesson íslenzkaði úr Nýtt Livs Lýs.)
Eftir lestur þessarar hugvekju vil ég bæta við nokkrum orðum. í
Lundúnum starfar trúlboð, sem allt evangeliskt fólk getur stutt. Það
er „Scripture Gift Mission.“ Ritninga-gjafa trúboðið. Lfmboðsmað-
ur eða fulltrúi þess í Reykjavík er Olafur Ólafsson kristniboði. Trú-
boðið gefur út valda kafla úr heilagri ritningu á fjölda mörgum
tungumálum. Nýkristnu fólki í heiðingjalöndum er mikill fengur í
þessum ritum. Oft eru það einu kaflarnir úr orði Guðs, sem það fær
fyrst í -hendur.
Um margra ára skeið hafði ég fengið talsvert mikið af bréfum,
og notuðu frímeikin söfnuðust fyrir hjá mér. Eg fór svo að biðja
Guð að sýna mér, bvernig ég ætti að nota þau. Mér fannst mér -bent
á „Scripture Gift Mission.“ Þar var það tryggt, að þeir, sem fengu
rit frá því trúboði, fengu Guðs orð. Eg hefi síðan sent þessu félagi
nærri því hvert notað frímerki, sem mér hefir áskotnazt. Fólk hefir
stundum sent mér notuð frímerki, sem ég hefi svo sent áfram til trú-
boðsins.
Vilji einhverjir styrkja þetta trú-boð, er ég fús til að veita gjöf-
um í peningum eða frímerkjum móttöku og koma þessu sem þannig
kemur inn, frádráttarlaust áleiðis til trúboðsins.
„Eg hefi gefið þeim þitt orð,“ sagði Drotlinn Jesús. Hver vill
líkjast honum í þessu sem öðru og styrkja þetta trúboð, sem gefur
eingöngu orð Guðs?
S. G. J.