Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 54
54
NORÐURLJÓSIB
þrek til að lifa og starfa áfram, hvað sem leið mannlegum ófullkom-
leik mínum. Eg sá líka, er ég las nýja testamentið, að fyrsta kristna
fólkið hafði ekki verið alfullkomið fólk, svo margar eru þar áminn-
ingar handa því. En fyrst það var ekki fullkomið, var þá hægt að
heimta af mér, að ég væri þegar orðinn það? Ég vildi hvorki
syndga né lifa í synd af nokkru tagi, heldur „keppa fram til full-
komnunarinnar,“ vonaði, að ég tæki framförum með tímanum og
held, að Guð hafi gefið mér þær og þann sigur, sem ég þráði.
Ég mun hafa verið á Sjónarhæð rúmlega þriggja vikna tíma þetta
vor, 1925. Þá fór ég heim til foreldra minna og var hjá þeim fram
yfir veturnætur. Hélt ég þá til Akureyrar. Var mr. Gook ókominn
enn úr Englandsför sinni.
Það hafði talazt svo til ineð okkur, að ég skyldi um sumarið læra
hraðritun hjá Helga Tryggvasyni. Vorum við saman nokkra daga
þá um sumarið á heimilum foreldra okkar. Sóttist mér námið mjög
seint. Bar þrennt til: tornæmi mitt á allt verklegt, stirðleiki handar
og fingra við svo fíngert verk og svo óviðráðanlegt eirðarleysi ogl
þróttleysi, er ég átti að sitja við að rita og æfa mig. Var sem tauga-
kerfi mitt væri allt úr lagi gengið eftir mislingana veturinn áður.
Erfiðisvinnu, t. d. slátt og rakstur á engjum, þoldi ég þó mætavel.
Þegar ég því átti að fara að sitja við hraðritun á bréfum mr.
Gooks og vélrita þau síðan, þá kom í ljós, að sem hraðritari var ég
afarseinn og ónákvæmur sem vélritari. Sagði mr. Gook mér einu
sinni, að hann hefði ákveðið að veita mér verðlaun, þegar ég hefði
rilað þrjú hréf villulaus í röð eða einhvern ákveðinn fjölda bréfa.
Oþarft er að -geta þess, að í þessa 26 vetur, sem ég ritaði fyrir hann
•bréf, vann ég aldrei til verðlaunanna.
Annars verð ég að segja það, að ég þekkti ekki sjálfan mig sem
þann mann, er ég var áður en ég lá í mislingunum og varð fastur
maður á Sjónarhæð. í mér var einhver spenna og eirðarleysi. Ég
iðaði oftast í sæti mínu í salnum, þoldi með engu móti að sitja graf-
kyrr. Líkami minn virtist ekki gerður fyrir kyrrsetur, heldur erfiðis-
vinnu. En ritvélin, sem ég notaði oft mikið, getur hafa átt sinn þátt
í þessu. Eg bjó að mislingunum í fjórtán ár, eða þangað til ég var
fertugur. Þá tók heilsa mín að breytast til batnaðar, og þar með fór
að færast yfir mig meiri ró.
Eitt heilsuleysiskastið datt í mig vorið 1929, fáum vikum eftir, að
ég var orðinn fastur maður hjá mr. Gook. Ég hafði setið við að vél-