Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 85
norðurljósið
85
Ritningin kennir, að reiðin er ekki hættulaus, vilji menn ekki sætt-
ast og fyrirgefa misgerðir, því að ritað er: „Ef þér reiðizt, þá syndg-
ið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar, og gefið djöflinum
ekkert færi.“ (Efes. 4. 26., 27.). Reiður maður gefur djöflinum færi,
tækifæri til árásar. Júdas tók við bitanum, virðingarmerkinu af
hendi Jesú, „og eftir þann ibita fór Satan inn í hann.“ Satan hlýtur
því að hafa fengið færi á Júdasi, og það um leið og hann tók við
bitanum. Þetta virðist því sýna, að Júdas hafi verið reiður, ekki vilj-
að sættast, heldur hefna sín, og þar með gaf ’hann djöflinum færi til
að komast inn í hann.
Þegar hér er komið má rifja upp, hvað postulinn Páll ritar í 2.
Kor. 2. 10., 11.: „En hverjum, sem þér fyrirgefið nokkuð, honum
fyrirgef ég lika, því að einnig það, sem ég hefi fyrirgefið hafi ég
þurft að fyrirgefa nokkuð, þá hefir það verið vegna yðar fyrir aug-
liti Krists, til þess að vér yrðum ekki vélaðir af Satan, því að ekki er
oss ókunnugt um vélráð hans.“ Þetta, sem Páll hefir sagt um reiði,
fyrirgefningu og vélráð Satans, virðist nærri því vera bergmál frá
kvöldinu í Betaníu og svo frá loftsalnum og kvöldmáltíðarborðinu,
þegar Júdas gaf djöflinum færi og varð svo svikari. Eg minnist þess
ekki, að ritningin tali um nokkuð annað en reiði, sem gefi djöflin-
um færi. Hafi því Júdas verið reiður og ekki viljað fyrirgefa, þegar
Kristur sýndi honum virðingu og kærleika framar hinum lærisvein-
unum, þá þarf engan að undra, þótt Satan vélaði hann og færi inn í
hann.
Það er ekki minnsti vafi á því, að Júdasi ihefir ekki komið til hug-
ar, að Jesús yrði í lífshættu, þótt hann væri framseldur æðstu prest-
unum. Oftar en einu sinni hafði hann séð, hvernig Kristur slapp úr
höndum þeirra, sem vildu handtaka hann. Margsinnis höfðu læri-
sveinarnir hlýtt á, er Kristur sagði þeim, að hann yrði tekinn hönd-
um og líflátinn. En þetta var svo fjarlægt þeim skoðunum, sem þeir
höfðu á Kristi, að þeir gátu ekki skilið þetta. „Þeir skynjuðu eigi
þetta,“ segir ritningin. En svo sér Júdas, að meistari hans er dæmd-
ur sekur fyrir guðlast. Þá var honum dauðinn vís eftir lögmáli Gyð-
mga. Þá vaknar samvizka hans. Hann reynir, en árangurslaust, að
bæta fyrir brot sitt með því að segja: „Illa gerði ég, er ég sveik sak-
laust blóð.“ En hann fær enga áheyrn. Örvænting grípur hann, og
bann fyrirfer sér, svo sem kunnugt er. Hann megnar ekki að bera
þann glæp, sem hann hefir drýgt. Sjálfsmorð Júdasar ónýtir meira