Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 161
NORÐURLJÓSIÐ
161
beiðni fyrir öllum heilögum.“ (Efes. 6.18.)
„Biðjið án afláts.“ (1. Þess. 5.17.)
(21) Vanrœkjum við Guðs orð? Hve marga kapítula lesum við á
hverjum degi? Erum við biblíu-nemendur? Sækjum við í biblíuna
allt, sem við þörfnumst?
„Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk,
sem þér getið dafnað af til hjálpræðis.“ (1. Pét. 2.2.)
(22) Höfum við brugðizt skyldu okkar: að játa Krist opinber-
lega? Blygðumst við okkar fyrir Jesúm? Lokum við munninum,
þegar við erum umkringd af heimsins börnum? Vitnum við daglega
um Jesúm?
„Hver sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari hór-
sömu og syndugu kynslóð, fyrir hann mun og manns-sonurinn blygð-
ast sín, þegar hann kemur í dýrð föður síns með heilögum engl-
um.“ (Mark. 8.38.)
(23) Hvílir á okkur nokkur byrði vegna frelsunar sálna? Elsk-
um við hina glötuðu? Er nokkur meðaumkun í hjörtum okkar
gagvnart þeim, sem eru að glatast?
„Bræður, það er hjartans ósk mín og bæn til Guðs, að þeir
megi hólpnir verða.“ (Róm. 10.1.)
(24) Höfum við glatað hinum fyrri kœrleika okkar, og logum við
ekki lengur af áhuga vegna Guðs?
„En það hefi ég á móti þér, að þú hefir fyrirlátið þinn fyrri kær-
leika. Minnst þú því, úr hvaða hæð þú hefir hrapað og ger iðrun og
ger hin fyrri verkin.“ (Opinb. 2. 4., 5.)
Þetta er það, sem hindrar verk Guðs á meðal fólks hans. Við
skulum vera heiðarleg og kalla þetta réttu nafni: SYND er orðið,
sem Guð notar, og því fyrr sem við könnumst við, að við höfum
syndgað og erum fús til að játa synd okkar og hætta við hana, því
fyrr megum við búast við, að Guð starfi með krafti máttar síns.
Tökum á burt hindranirnar áður en við stígum næsta spor. „Dómur-
inn byrjar á húsi Guðs.“ Við skulum biðja bænar Davíðs:
„Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt;
rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar;
og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi
og leið mig hinn eilífa veg.“
(Sálm. 139. 24.)