Norðurljósið - 01.01.1970, Side 36
36
NORÐURLJ ÓSIÐ
Hann sagði: „Ég trúi því ekki, að Guð sé til. Ég trúi því ekki, að
nokkuð muni gerast.“
Ég sagði: „Kærðu þig ekkert um, hverju þú trúir. Ég þe'kki þetta,
— ég hefi reynt það, en þú ekki. Ef þú gerir það ekki, þá ertu ekki
heiðarlegur. Þú hefir sagt til og frá um landið, að þú getir ekki
trúað biblíunni. Ef þú gerir þetta ekki og reynir það ekki af ein-
lægni, þá skal ég af ræðustólnum stimpla þig sem þann óheiðarlega
mann, sem þú ert, sem fari um og afneiti biblíunni.“
Hann sagði við bróður sinn: „Það lítur út fyrir, að ég sé korninn
í klípu. Ef ég er heiðarlegur, þá verð ég að reyna þetta.“
Eg sagði: „Það verður þú að gera, ef þú ert heiðarlegur. Vilt þú
í raun og veru gera rétt?“
Hann sagði: „Já, ég vil gera rétt.“
„Vilt þú í raun og veru þekkja sannleikann?“
„Já, ég vil þekkja sannleikann.“
„Ef þú vissir, að biblían er orð Guðs, mundir þú þá fara að lesa
hana og breyta eftir henni?“
Hann sagði: „Það lítur út fyrir, að ég ætti að gera það, er ekki
svo?“
Eg sagði: „Areiðanlega. Ef þú vissir, að Jesús Kristur var sonur
Guðs, mundir þú beygja vilja þinn fyrir honum og gefa þig á vald
hans?“
Hann sagði við bróður sinn: „Komdu, við verðum að gera þetta.
Við verðum að falla á kné, eða segja aldrei framar, að við trúum
ekki.“
Þeir krupu á kné. Eg bað, og hann byrjaði að biðja. Hann komst
ekki langt. Rödd hans nálega kafnaði. Eftir litla stund lagði hann
andlitið á öxl mér og fór að gráta. Hann sagði: „Bróðir Rice, það
er svona. Hann er frelsari minn.“
„Nálægið yður Guði, og bann mun nálgast yður.“ Guð mætir
fólki, sem leitar hans. ... Hvers vegna segir þú ekki: „Ég ætla að
leita Guðs í orði hans. Ég ætla að leita Guðs í bæn. Ég ætla að leita
Guðs með iðrun í hjarta mínu vegna synda minna. Iæiðin til að
finna Guð er sýnd í Jóh. 14. 6.: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og
lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Ef þú vilt segja:
„Ég vil gefa mig undir vald Jesú, ég vil treysta honum; ég vil gefa
mig Jesú á vald og taka á móti honum sem frelsara miínum,“ þá
munt þú finna, að friður kemur í hjarta þitt.