Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 25
norðurljósið
25
Þegar hann var genginn út, laut konan höfði og fór að gráta, og
hún sagði: „Ég jafnvel þekkti hann ekki, en hann er ungi maður-
inn, sem ég var með, áður en ég giftist iþér og áður en þið börnin
fæddust; maðurinn, sem kaus heiminn. Þegar hann horfði á pabba
ykkar í kvöld, sagði hann: „Þér eruð maðurinn, sem ég hefði getað
verið.“ (Þýtt úr „The Sword of the Lord.“)
Munið það, ungu menn og meyjar: Það borgar sig aldrei hvorki
þessa heims eða annars, að hafna Jesú Kristi og velja heiminn. Látið
vilja Guðs ætíð skipa æðsta sessinn í áformum og ákvörðunum lífs-
ins, ekki ihvað sízt í viðkvæmustu málum lífsins: ástamálunum.
S. G. J.
s'ð
ÞÚ ERT MÉR ALLT
Þú, Drottinn Jesús, ert mér allt,
og allt mitt líf ég helga þér.
Um ævistig í hönd mér halt,
þá hættur engar granda mér.
I öllu vil ég, allt mitt líf,
þér einum þjóna, Herra kær.
Þú ert minn skjöldur, skjól og hlíf,
nú skelfir mig ei dauðans blær.
Og eilíft líf ég á með þér;
af elsku dóst þú fyrir mig.
Á meðan tungan hrærist bér,
mitt hjarta lofi og tigni þig.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Sandgerði.
Ég vil vegsama Drottinn alla tíma,
ætíð sé lof hans mér í munni ....
Sæll er sá maður, sem leitar hælis hjá honum.
Davíð konungur. Sálm. 34. 2. og 9. vers.