Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 92
92
NORÐURLJÓSIÐ
En Júdas drakk aldrei af þriðja bikarnum, bikar ríkisins, bikar
nýja sáttmálans í blóði Drottins Jesú. Með öðrum orðum: Hann
varð aldrei hluttakandi í frelsandi, réttlætandi blóði Krists.
Eins og aragrúi manna þekkti Júdas „Krist eftir holdinu.“ Hann
sá ihið fagra líferni hans, þekkti góðverk hans, hlýddi á kenningar
hans án þess að tileinka sér þær. Þetta sér líka fjöldi fólks nú á dög-
um og þekkir nokkuð kenningar frelsarans. En fólkið yfirleitt til-
einkar sér aldrei friðþægingu hans. Það drekkur aldrei af þeim bik-
ar ríkisins, að það veiti Jesú viðtöku sem Kristi, konungi sínum,
sem það helgi líf sitt og hlýði í hvívetna eftir beztu getu og þekk-
ingu. Grundvöllinn, friðþæginguna, vantar. Þetta: „Jesús dó fyrir
mig,“ hefir aldrei orðið að lifandi veruleika. Fólkið margt hafnar
blóði Krists, tileinkar sér ekki dauða hans, verður ekki hluttakend-
ur hins nýja sáttmála á þann hátt, að heilagur Andi fái gefið því
nýtt líf, nýtt eðli. Þess vegna deyr það eins og Júdas án Krists, og
fremur þar með andlegt sjálfsmorð. Þetta er alvöruþrungið mál.
Um fjórða bikarinn þarf ekki að ræða hér. í sambandi við þann
bikar voru sungnir eða hafðir yfir sáimar úr Sálmunum í biblíunni,
sálmarnir 115.-—118. Hafi lesandinn ekki athugað þá nýlega, ætti
hann að gera það. Þar eru margar dýrmætar perlur.
Hvað var svo páskamáltíðin sjálf í raun og veru? Hún var minn-
ingarmáltíð um endurlausn Israels úr þrældómi Egiftalands. Hún
var líka táknmynd um það hjálpræði og þá endurlausn, sem Guð
býður heiminum nú á dögum.
Þegar Drottinn hafði lokið máltíðinni, viðræðum sínum við læri-
sveinana og sungið lofsönginn, gekk hann föstum skrefum út í gras-
garðinn, þar sem sálarangist, óbærilegri en orð fá lýst, beið hans.
Þaðan lá svo leiðin til krossins, og á þeirri leið úthellti bann blóði
sínu og síðan á krossinum, þessu dýrmæta blóði, sem engan á sinn
líka. Það var heilagt blóð sonar Guðs, það var dýrmætt blóð, því
að það kostaði hann svo ákaflega mikið, að verða maður, til þess
að hann gæti dáið fyrir mig og þig á Golgata. Þar uppfyllti hann
þær táknmyndir, sem blóðið, er runniðhafði úr fórnardýrum ísraels
um 1500 ára skeið, var táknað með. En það, sem blóð hafra, nauta
og sauðfénaðar megnaði ekki, það gerir blóð Krists í einu vetfangi,
sé því treyst. Það hreinsar samvizku vora frá dauðum verkum til að
þjóna lifanda Guði.
En Kristur er rneira en dáinn. Hann er upprisinn. Hann er nú í