Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 118
118
NORÐURLJÓSIÐ
Hví er það svo mikilvægt, að boða krossinn sem hjarta fagnaðar-
erindisins? Af því að vandamálið með syndina var leyst með bók-
staflegri, sannsögulegri þjáningu Jesú, Guð-mannsins, á krossinum.
Syndugleiki mannsins hafði skilið hann frá heilögum Guði. Með
dauða sínum kom Jesús Kristur fram sem staðgengill mannsins, tók
synd hans á sig og leið þá hegning, sem krafizt var fyrir syndina.
Páll segir, að Kristur, „sem þekkti ekki synd,“ var „gerður að synd
vor vegna“ (2. Kor. 5. 21.); „hann leysti oss frá bölvun lögmálsins,
með því að verða bölvun vor vegna“ (Gal. 3. 13.). Pétur talar um
Krist sem þann, er „bar sj álfur syndir vorar á líkama sínum upp á
tréð“ (1. Pét. 2. 24.). Án þessa verks Krists á krossinum hefði ekki
nokkur fyrirgefning getað átt sér stað eða endurreisn samfélagsins
við Guð.
Sérhvert fagnaðarerindi, sem sneiðir framhjá krossinum eða sér
liann aðeins sem ranglátt píslarvætti góðs manns, er alls ekkert fagn-
aðarerindi, af því að það getur ekki leyst dýpsta vandamál manns-
ins — skilnað hans frá Guði vegna synda hans. Vér verðum að
skilja líf og þjónustu Jesú í ljósi krossins. Kenning hans, fyrirmynd
hans, samúð hans með mönnnunum, kraftur hans, jafnvel stöðug ná-
lægð hans með oss — allt yrði mannkyninu óskiljanlegt, hefði hann
ekki dáið á krossinum. Og jafnvel verk hans á krossinum gagnar ein-
staklingnum ekki neitt fyrri en hann með trú tekur á móti Kristi sem
eigin frelsara sínum. (Þýtt úr Christianity Today, 17. jan. 1969.)
Frá hverjnm er komin
frifþægingarkeiiiiiiig’fii?
Aður birt í dállciun Velvakanda í Mbl.
„Friðþægingarkenningin“ nefnist grein eftir Júlíus Ólafsson. Hún
birtist í Morgunblaðinu 6. jan. sl. Er það markmið höfundar, að
afsanna forna kenningu kristinnar kirkju um friðþægingardauða
Krists til endurlausnar syndugu mannkyni. Hann segir meðal ann-
ars: „Sem bjargráð við hinum ímynduðu afleiðingum syndafallsins
var fundinn upp hinn ósiðlegi friðþægingar lærdómur.“ Ennfremur
segir hann: „Þess vegna flýr hugur mannanna fagnandi í Jesú Krists
eigin kenningar og lætur anda hans leiða sig í lífi burt frá misskiln-
ingi og staðleysum friðþægingarkenningarinnar.“