Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 120
120
NORÐURLJÓSIÐ
þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli
geta þakkað sér það sj álfum. Því að vér erurrt smíð hans, skapaðir í
Kristi Jesú til góðra verka, sem Guð hefir áður fyrirbúið, til þess að
vér skyldum leggja stund á þau.“ (Efes. 2. kap.)
Hjálpræðið í Jesú Kristi stendur öllum til boða. Þegar menn
þiggja það og veita honum viðtöku sem frelsara sínum, þá eiga góð-
verkin að fylgja á eftir. Því að „trúin er dauð, vanti hana verkin,“
segir í bréfi Jakobs.
í guðspjalli Jóhannesar 1. kafla 1.—5. grein og í Kólossu'bréfi 1.
k. 15.—17. er skýrt frá því, að Jesús Kristur skapaði alla hluti, svo
að „án hans varð ekkert til, sem til er orðið.“ Syndin spillti þessari
sköpun, er syndafall mannanna átti sér stað. En með friðþægingu
sinni og endurlausnarverki á krossinum lagði hann grundvöll að
nýrri sköpun, endurfæðingu allra þeirra, sem veita honum viðtöku.
Þess vegna hljómar orð hans nú: „Komið til mín, allir.“ Hverjir?
Allir syndugir menn, er syndin hrjáir og þjáir. Hann fyrirgefur
þeim, er koma til hans og veitir þeim nýtt líf hér á jörðu og eilíft
líf um alla ókomna framtíð.
Sigrún Hörgdal. 1
Kristnin austan járntjaldsins
Spurningin, sem fjöldi manna í vestrænuin heimi spyr, er þessi:
„Hvernig líður kristnu fólki austan járntjalds?“
Mánaðarritið „Eternity", gefið út í Bandaríkjunum, leitaðist við
að svara þessari spurningu manna í ágúst-hefti sínu sl. ár. Hér skal
birt ofurlítið af því, sem þar stóð eftir beztu fáanlegum heimildum.
RUSSLAND. Þar búa um 250 miiljónir manna. Af þeim tilheyra
gömlu grísk-kaþólsku kirkjunni um 50 mlljónir, eða fimmti hver
maður, þótt meira en 50 ár séu liðin, síðan kommúnistar urðu alls-
ráðandi í Rússlandi. „Eternity“ minnist lítið á þá kirkju. Ég hefi
lesið annars staðar, að helgimyndir þær (ikon), sem svo mjög voru
sterkur þáttur í bænalífi fólksins, voru bannaðar og fjarlægðar. En
bænaþörfin dó ekki, og fólkið komst að því, að það gat beðið beint
lil Guðs án milligöngu þessara helgu manna. Þetta kveikti innilegra
trúarlíf en áður þekktist, og kirkjan lifir enn.
Stjórnin komþví til leiðar árið 1944, að Baptistar og „Evangelisk-