Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 153
NORÐURLJÓSIÐ
153
Elly hætti að klappa hundinum. Hún vonaði fastlega, að
afi og amma sæju ekki tárin, er komin voru í augu hennar.
Það stóð þannig á, að hún var hrædd við að vera ein í her-
bergi. Þess vegna hafði hún síðustu tíu mínúturnar glatt sig
við þá tilhugsun, að hún gæti ef til vill fengið leyfi til að
hafa Trygg inni hjá sér.
„Má ekki ljósið loga í ganginum fyrir framan herbergið
mitt?“ spurði hún nokkru seinna, þegar hún átti að fara að
hátta.
„Ef hér hefði verið rafmagnsljós, hefði ég ekki verið svo
hrædd við það. En við höfum aðeins olíulampa, og enginn
lampi er á ganginum. Ég þori heldur ekki að láta lampa loga
í herberginu þínu. Hann gæti ósað, og þér orðið illt af því.
Ert þú hrædd í myrkrinu, Elly litla?“
Elly svaraði ekki. Hún kyssti í staðinn afa og ömmu. Hún
lagði sig svo fyrir, er hún hafði beðið kvöldbænina sína.
Það var mjög hljótt í bænum og umhverfis hann. Amina
hafði rétt fyrir sér. Það var hægt að heyra fuglana kvaka í
trjánum. Elly hélt, að fuglarnir litlu töluðu saman um, hvað
komið hafði fyrir þá um daginn, því að auðvitað gátu þeir
skilið hvers annars mál. Hún gat líka heyrt froskana kvaka
niðri við tjörnina. En henni fannst samt, að hún heyrði ekki
suðið í læknum. En þrátt fyrir þann hávaða, sem fuglarnir
og froskarnir gerðu, var svo hljótt, að Elly gat alls ekki
sofnað. Hana vantaði hljóðin, sem hún þekkti heiman að úr
borginni. Hún lá vakandi og velti sér og bylti. Þá varð hún
allt í einu fjarska hrædd. Það heyrðist einkennilegt hljóð við
gluggann hennar. Það var eins og einhver krafsaði í hann.
Gat þetta verið þjófur eða einhver annar vondur maður?
Elly varð að þrýsta höndunum fast að brjósti sér. Aldrei áð-
ur hafði lijarta hennar barizt svo um. Átti hún að kalla á
hjálp? Það vildi hún ekki, að minnsta kosti ekki undir eins.
I staðinn fyrir að kalla, lagði hún hendurnar saman og bað
Jesúm að hughreysta sig. Áköf hlustaði hún eftir hljóðinu.