Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 39
norðurljósið
39
mörkina þangað, sem lialdið er, að Jesús hafi fariö til að biðja, er
hans var freistað af Satan. Höfðu þau meðferðis landabréf og tvær
coca-cola flöskur. Bifreiðin festist, og gátu þau ekki losað hana.
Lögðu þau þá af stað til byggða. En Pike þraut mátt eftir nokkurra
stunda göngu. En kona hans náði eftir 10 stunda göngu til útjaðra
Betlehem. Voru þar Bedúínar að vegavinnu, og þeir hjálpuðu henni
til byggða.
Nú var tókið að leita að Pike. En hvar var hann? Var nú óspart
leitað til andanna til að fá upplýsingar. Sögðu þeir, að hann lægi
í helli meðvitundarlaus. Ekki fannst hann samt, hvernig sem leitað
var. Kona hans sagði, að hann hlyti að vera lifandi, annars mundi
hann koma fram á miöilsfundunum. Leið svo heil vika. Þá fannst
hann loksins. Hann var samt ekki í helli, heldur á klettastalli. Lá
þar uppþornaður líkami hans á hnjánum. Við líkskoðun var talið,
að dauða hans mundi hafa borið fremur fljótt að eftir það, að kona
hans yfirgaf hann til að leita hjálpar.
Upplýsingar andanna höfðu þá reynzt lygar einar. Með þessa
staðreynd fyrir augum má spyrja, hvort upplýsingar þær, sem sagt
var, að andi sonar hans hafi gefið um lífið eftir dauðann, hafi þá
ekki einnig verið lygar einar? Fyrst anda Pikes var ekki leyft að
hafa sarriband við kvíðafulla eiginkonu, hver getur þá sannað, að
anda sonar hans hafi verið leyft að hafa samlband við föður sinn?
Lenda má ennfremur á, að hefðu þessir andar getað gefið réttar upp-
lýsingar, hefði það verið allmikill stuðningur þeirrar trúar, að
andar framliðinna komi fram á miðilsfundum. Ef þeim lá nokkru
smni á að segja satt, þá var það við þetta tækifæri. En hafi andarnir
nokkuð vitað, hvar lík Pikes lá, þá liefir þeim ekki verið leyft að
segja satt og rétt frá því.
Pað var ekki sagan af Jesú frá Nazaret, sem var deydd og grafin
weð stóru bókinni, sem átti að skrifa. Það var Pike sjálfur, sem dó.
ræðu, sem biskup nokkur hélt eftir hann, sagði hiskupinn, að Pike
hefði alltaf viljað komast að upphafi atburða til að leita sannana
fyfir sannleika þeirra. Það hefir þá verið undantekning þetta með
bókina um Jesúm. Sögunni af undursamlegri fæðingu Jesú hafði
f> lirfram verið ‘hafnað, og allt hið yfirnátlúrlega í ævisögu hans átti
að fara sömu leið. Þetta er ekki vísindamennska, heldur hleypidóm-
ar af versta tagi.
Fólk, sem les þessa frásögn, er beðið að minnast þessa: Trúið alls