Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 62
62
NORÐURLJÓSIÐ
veita þessu starfi forstöðu, ættu að þekkja þessar fáu sálir, sem hér
eru inni. Hvers vegna geta iþeir ekki farið eftir þínu heilaga orði,
Drottinn, og sagt syndurunum að rétta upp hendina?“
Þegar ég heyrði þessi orð, vissi ég á augabragði, að bænin var
ekki inbblásin af heilögum Anda. Ég vissi, að Guðs heilaga orð seg-
ir hvergi, að við eigum að segja „syndurunum að rétta upp hönd-
ina.“ Ég fór þá að veita þessum bænar anda alla þá mótstöðu í
anda mínum, sem ég megnaði. Tók þá að draga úr krafti hans. Ofs-
inn hætti eins og stormurinn á Galíleuvatninu, þegar Drottinn Jesús
hastaði á hann. Á eftir kom iblíður vindblær, mildur, þýður andi, og
við bæninni, sem þá var beðin, gat ég sagt mitt amen. Ég vil geta
þess nú þegar, að unga konan, sem þarna var stödd, veitti Kristi við-
töku, að Vísu ekki þennan dag, þótt henni eða öðrum væri ekki sagt
að rétta upp höndina. Hún lítur á mig sem andlegan föður sinn, hefi
ég iheyrt.
Trúuðu fólki til fræðslu og leiðbeiningar í bænalífinu vil ég geta
þess, að ég lærði síðar, að bænir okkar geta verið bornar fram af
sál okkar, en ekki af Anda Guðs. Sé sálin á bak við, ef við biðjum
ekki í Andanum eins og við eigum að gera, þá getur rómurinn ver-
ið hár og harður eða eitthvað á þá leið. En bæn borin fram í heilög-
um Anda er laus við allt hart og hrjúft. Röddin verður þýð. Það
er eins og andrúmsloftið umhverfis hreinsist.
Bæn mannsins var borin fram af sál hans. Hann var maður
skapheitur. Honum hefir fundizt þetta mikilvæg vanræksla, að fólki,
sem kynni að vilja leita Krists, skyldi ekki vera gefinn kostur á að
gefa það til kynna. Sjálfur, býst ég við, mun Ihann hafa haldið, að
hann væri að biðja í heilögum Anda. En befði það verið, mundi
Andinn hafa varðveitt hann frá að segja, að það væri í heilögu orði
Guðs, sem er þar alls ekki.
Ég hefi sagt frá þessu atviki aðeins vegna þess, að þetta getur orð-
ið einhverju barni Guðs tii leiðbeiningar. „Biðjið í heilögum Anda.“
Á eftir kynnti maðurinn sig. Nefndist hann Sigurður Sveinbjörns-
son. Bauð ég honum til stofu á eftir og tókum við tal saman.
Nú má geta þess, að ég varð snemma gigtveikur í baki. Var það
víst ættgengt. Fékk ég stunduin giglarköst og varð að liggja í rúm-
inu. Þá hafði ég gott næði tif að lesa Guðs orð og biðja, fannst
mér þá Drottinn stundum tala til mín og leiðbeina mér, sýna mér,
hvað ég ætti að gera eða láta ógjört.