Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 13
norðurljósið
13
Steinar þessir vöktu ihjá mér gamla minningu.
Um 2 km. á að gizka fyrir vestan Finnmörk í Miðfirði, V.-Hún.,
þar sem ég ólst upp í æsku, standa klettar, sem nefnast Hamrar.
Austan viS þá rís upp jarSfastur, lítill drangur eSa hár steinn. Má
aS vestanverðu komast upp á hann. En uppi á honum stendur grettis-
tak mikið, stóreflis steinn, sem mun þó nokkru minni en smærri
ruggusteinninn. Seint á mínum krakkaárum datt mér í hug að kom-
ast upp á efri steininn og tókst það. En er ég stend þar, tekur hann
til að rugga með mig. VarS mér mjög hverft viS og flýtti mér niður
hið bráðasta. Er mér óx afl, ef ekki þá þegar, gat ég 'hæglega látiS
þetta stóra steinhákn rugga, ef ég ýtti á það með annarri hendinni.
En út af klettinum fór það ekki, þar sem það hefir staðið síðan á
ísöld. Ég veitti því svo athygli, að ofan í neðri klettinn var eins og
lítil skál eða dæld, en brún eða kantur á efri steininum sneri niður í
þessa lægð. Hygg ég, að þannig sé ástatt um ruggusteinana í Oyngda-
firði, og muni aldrei svo kyrrt úthafiS, að ekki berist einbver bylgj u-
hreyfing að neðri hluta ruggusteinanna.
Þetta föstudagskvöld var samkoma haldin í FuglafirSi. Var okkur
vel tekið þarna sem annars staðar.
Laugardaginn 28. júní héldum við til Þórshafnar og gistum enn
Pétur Háberg. Engin samkoma var það kvöld. HaldiS var brúSkaup
í 'bænum, og var Pétur Háberg þar og sjálfsagt margt manna. Er
líða tók á kvöldið, fengum viS hjónin okkur skemmtigöngu um út-
jaðra Þórshafnar. Fannst mér sem við værum nú að halda okkar
hveitibrauðsdaga. Til þess var enginn tími haustiS 1957, er viS
gengum í hjónahand. Minnist ég þess ekki, aS ég hafi um dagana
þurft að vinna meir en frá því í maí og fram yfir áramót þaS ár.
ViS höfðum að vísu ferðazt saman áður, en þá var drengurinn okk-
ar með fyrst, en síðar hörnin bæði. Gaf það konu minni minna næði
og meira að hugsa um en nú þurfti við.
í Þórshöfn er mjög stór og blómlegur BræSra-söfnuSur. Vorum
viS þar við minningu Drottins á sunnudagsmorguninn, er fólkiS
kom saman til aS neyta „drottinlegrar máltíðar“ (1. Kor. 11. 20.).
Var fjöldi fólks viðstaddur, eins og verið ihafði í Klakksvík við sömu
athöfn. Mér fannst mér gefiS orð, sem ég flutti þar. Eg talaði svo
um kvöldið á samkomunni.
Næsta dag fékk ég fyrirspurn um, hvort ég vildi koma og heim-
sækja söfnuðinn í EiSi. Var ég fús til þess. Pétur Háberg tók að sér