Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
Það var ekki vafi á því, að það var einhver úti, sem vildi
komast inn í herbergið.
Elly stóðst ekki mátið lengur. Hún reis upp úr rúminu og
læddist meðfram veggnum, svo að hún gat gægzt út um
gluggann. Það var tunglskin úti, svo að hún gat séð, hvaðan
hljóðið kom. Þá varð hún að hlæja hátt. Uti fyrir gluggan-
um stóð hinn stóri, ágæti Tryggur. Hann stóð á afturlöppun-
um og krafsaði með stóru framlöppunum sínum í rúðuna.
Elly opnaði gluggann og klappaði hundinum. Hvað það var
friðsælt þarna úti. Nú var líka kominn friður í hjarta litlu
stúlkunnar. Hún greip um höfuð stóra hundsins og sagði:
„Ég varð virkilega hrædd við þig, Tryggur. En þú mátt trúa
því, að ég er ekki hrædd lengur. Eg veit, að Jesús hefir séð
um, að þú ert fyrir utan gluggann minn, svo að þú getur
gætt mín. Þú verður hér í nánd, verður þú það ekki?“
„Voff, voff!“ svaraði Tryggur. Elly fannst, að það hljóm-
aði þannig, að hann hefði skilið hana. Með ánægju sá hún,
að hann lagðist undir gluggann, þegar hún lokaði honum.
Nú var ekkert til fyrirstöðu, að hún gæti sofnað, og hún
vaknaði ekki fyrr en sólin var komin hátt á loft daginn eftir.
Nýtt Emmaus biblíunámskeið.
Ritstjóri Nlj. er fulltrúi eð'a umboðsmaður Emmaus biblíuskólans
í Oak Park, Illinois, í Bandaríkjunum. Hafa tvö námskeið frá þess-
um vinsæla biblíuskóla verið gefin út áður á íslenzku. Biblíukenn-
ingar handa fullorðnum og Orðið handa börnum og unglingum.
Þetla námskeið, sem kemur út nú, heitir „Leiðarvísir til kristilegs
l>roska.“ Er það fyrst og fremst ætlað þeim, sem nýlega hafa tekið
á móti Kristi, en flestir munu hafa þess einhver not, þótt þeir hafi
verið lengi trúaðir, ef þeir vilja fara eftir leiðbeiningum þess á ýms-
um sviðum. Verð þess er áætlað 50—60 krónur, en nauðsynlegt get-
ur reynzt að hatíkka það. Það fæst á Akureyri hjá ritstj. Nlj. og í
Reykjavík hjá Jógvan Purkhús, Bræðraborgarstíg 34, sem verður
umboðsmaður Emmaus biblíuskólans í Reykjavík og á Suður- og
Suðvesturlandi.