Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 149
NORÐUKLJÓSIÐ
149
maura að éta. Momol var kristinn drengur. Hann sótti trú-
boðsskólann í þorpinu. Hann var einn hinna fyrstu, sem hætt
hafði að fylgja kenningum Múhameðs og farið að trúa á
Jesúm. Móðir hans varð líka fljótt kristin. En faðir lians var
staðfastur múhameðsmaður og hélt allar siðvenjur múham-
eðsmanna með föstu og hátíðadaga. Þegar hann var heima,
sótti hann guðsþjónustur í bænhúsi þorpsins. En hann var
ekki mjög oft heima, svo að Momol gat óhindrað sótt kristna
skólann.
Astæða þess, að Momol var svo ákafur með að gefa Guði
gjöf, var sú, að skólinn hafði ákveðið að leggja fram ákveðna
fjárhæð, svo að unnt yrði að reisa kirkju í næsta þorpi, þar
sem boðskapurinn um Krist hafði enn ekki verið fluttur.
Momol gat ekki unnið sér neitt inn. Hann vonaði, að með
því að ala upp kjúklinga og selja egg, gæti hann hjálpað til
að efla byggingarsjóðinn. Hann fékk líka lítinn garð við
hliðina á garði móður sinnar, þar sem hann ræktaði mat-
jurtir og fleira.
Það liðu nokkrir mánuðir. Þá kom dagurinn, þegar skóla-
börnin áttu að færa Guði gjafir sínar. Hann rann upp, bjart-
ur og skínandi, og drengirnir streymdu í skólann með gjafir
sínar. Momol gat varla beðið eftir því, að bumbuhljómurinn
færi að kalla fólkið saman. Loks heyrði hann þetta kær-
komna boom, booin, boom. Hann flýtti sér út úr kofanum og
hljóp niður að fljótinu. Þar fékk hann morgunsund á leið-
inni í skólann. Er hann svo hljóp af stað í sólskininu var
litli, brúni líkaminn hans líkur fínasta silki að sjá. Momol
hljóp og bar höfuðið hátt. Hann var mjög hreykinn og ham-
ingjusamur, og hvað honum fannst hann vera ríkur. Hann
hafði gjöf handa Guði, ávöxtinn af erfiði sínu. „Aðeins að
pabbi vildi líka þjóna Guði,“ andvarpaði hann. Þetta var
hið eina, sem olli því, að liann var ekki algerlega ham-
ingjusamur, fannst honum.
Litla skólahúsið var þegar fyllt af fórnargjöfum. Þar