Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 42
42
NORÐURLJ ÓSIÐ
ekkja. Sjálf var hún heitbundin manni. Þá bar svo til, að móðir
hennar hrapaði niður stiga og meiddist svo, að hún lá alltaf rúm-
föst, meðan hún lifði. Minnir mig það væru þrettán ár. Tók hún út
miklar þjáningar með köflum. Til að geta unnið fyrir sér og stund-
að þó um leið móður sína, gerðist Emilía símstýra. Hafði hún móð-
ur sína í næstu stofu við símastofuna, svo að hún gæti alltaf verið í
nánd við hana. Er hún tók út miklar þjáningar, sagði dóttir henn-
ar stundum við hana: „Ekki veit ég, elsku mamma mín, hvers
vegna Guð lætur þig þjást svona?“ En aldrei heyrðist hún kvarta
eða mögla yfir hlutskipti sínu. „Som din dag er skal din styrke
være.“ (Eins og dagur þinn er, svo skal vera styrkur iþinn.) Þetta
er danska þýðingin á 5. Mós. 33. 25: „Afl þitt réni eigi fyrr en ævin
þrýtur!“ Sagði hún jafnan, að Guð hlyti að hafa einhvern tilgang
með þessu.
Er árin liðu hvert af öðru, gat ekki heitmaður Emilíu beðið leng-
ur, svo að þau gengu hvort sína götu: Hún hjúkraði móður sinni,
hann kvæntist annarri. Sagði Emilía stundum, að hún mundi fara
til Ameríku, er móðir sín væri látin. Það vildi móðir hennar ekki,
sagði, að Guð hlyti að hafa tilgang með þessu og lét hana lofa, að
híða eitt ár á íslandi, er hún væri dáin.
Emilía hélt loforð sitt, en þetta ár, sem hún heið, kom bréf frú
Valgerðar frænku hennar, þar sem hún með dauðann fyrir augum
bað hana að fara til dætra sinna og manns og taka heimilið að sér.
Dyggðin upp sker sín laun, stundum jafnvel í þessu lifi. Sr. Þor-
steinn kvæntist henni, og leið hennar átti eftir að liggja upp í stól
ráðherrafrúar. Dætur sr. Þorsteins annaðist hún sem hún ætti þær,
það sá ég. En hvar var þá manneskju að finna, sem fyllt gat með
öllu sess frú Valgerðar Briem, slíkrar afburðakonu á marga lund?
Guð hefir sínar áætlanir með líf þeirra, sem trúa á son hans, Jesúm
Krist. Ef við með þrjózku íiirum aðrar brautir en vilja Guðs, verð-
ur það okkur óbætanlegt tjón. „Sýn mér þann veg, er ég á að
ganga,“ er ungu fólki nauðsynleg bæn.
Frk. Emilía reyndist mér líka mjög vel. Mislingar gengu þennan
vetur. Eg fann ég var orðinn veikur, en ætlaði þó að standa, meðan
stætt væri, og var að leggja af stað í skólann morgun einn, er þau
sr. Þorsteinn og hún ráku mig í rúmið. Hitinn hélt svo áfram að
hækka í mér í sex sólarhringa. Þá var hann kominn í 42 stig. Þá
nótt vakti frk. Emilía í næstu slofu við herbergi rnitt. Mér leið samt