Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
beizli. Þetta hafði hann aldrei áður gert. 'Ekki dugðu undanfærslur.
Við lögðum af stað, en svo tregur fór hann, að hann neytti hvers fær-
is að snúa við, ef ég slakaði vitund á taumihaldinu, og var bæði treg-
ur og sporþungur.
Ég hélt saníkomu á Blönduósi á föstudaginn langa. A eftir gekk
ég um bæinn og safnaði kaupendum að Nlj. Rak ég mig á það þar,
að „kapp er bezt með forsj á.“ Mér varð það á vegna ókunnugleika,
að ég bauð sýslumanninum sjálfum Nlj. Brást hann við illa, kvað
það varða við lög að vera að selja á helgidegi og ætti hann að taka
mig fastan fyrir þetta. Ekki varð þó af því, og gat ég því frjáls ferða
minna haldið til Sauðárkróks yfir Kolugafjall næsta dag í mesta
blíðskaparveðri.
Ég vaknaði við, að komin var vond norðanhríð morguninn eftir.
Eg fór í kirkju og fékk að halda þar samkomu á annan. Kom talsvert
af fólki. Daginn eftir hélt ég fram að Egg til Sigurðar bónda Þórðar-
sonar. En þeir voru vinir miklir hann og mr. Gook. Á fimmtudags-
kvöld átti að vera samkoma í kirkjunni á Ríp, en þangað komu eng-
ir, nema fólk frá Egg og ég, enda var veður ekki gott. Ég hafði smá-
stund með fólkinu þar inni hjá því, muni ég rétt. Ég dvaldi eitthvað
á Egg í bezta yfirlæti. Sonur Sigurðar, Þórður Skíðdal, fylgdi mér
svo fram að brúnni yfir Héraðsvötnin. Þórður var mannsefni hið
bezta, og datt mér ekki í ihug þá, að rúmum þremur árum síðar
mundi ég aftur koma að Egg og sjá hann þá sjúkan og dauðanum
merktan. Dularfullir voru þeir vegir Drottins. Sannaðist þar vísu-
partur sá, er segir: „Silfurkerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta.“
Ég hefi fengið að fljóta fram á þennan dag.
Er ég kom til Akureyrar, varð mr. Gook mér feginn. Hann var þá
mannlaus og liaíði unnið 18 stundir á sólarhring þá undanfarið.
„Guð, sem huggar hina beygðu, hug-gaði oss með komu Títusar,“ las
hann á samkomu, er hann bauð mig velkominn.
Hesturinn minn átti ekki afturkvæmt í átthaga sína. Hann var
seldur til afsláttar um haustið. Mig skorti bæði hús og hey handa
honum, enda hafði ég ekki neitt með hest að gera lengur.
Gagnólíkir menn, sem unnu saman.
Það vorum við Arthur Gook. Hann var fæddur í heimsveldi. Ég
var fæddur í landi, sem laut erlendri stjórn. Hann ólst upp í stórborg.
Ég ólst upp á kotbæ í sveit. Hann var þriðji bróðir af fimm. Eg var