Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
„En holdsins verk eru augljós, og eru þau: . . . metningur, . . .
(OrðiS, sem hér er þýtt metningur, merkir í raun og veru afbrýði.
Ritstj.)
(4) Verðum við óþolinmóð eða missum við jafnvœgið? Gremja
okkur eða skapruna okkur smámunir? Eða erum við blíð í skapi,
róleg og höggumst ekki, í hvaða kringumstæðum sem við erum?
„Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í
nánd.“ (Fil. 4. 5.)
(5) Erum við móðgunargjörn? Þegar fólk tekur ekki eftir okk-
ur og gengur framhjá okkur án þess að ávarpa okkur, særir það
okkur? Sé látið mikið með aðra en við vanrækt, hvernig líður okk-
ur út af því?
„Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni yður þess vegna um: að
hegða yður svo sem samlboðið er kölluninni, sem þér voruð kallað-
ir með, að sýna í hvívetna lítillæti og hógværð og langlyndi, svo að
þér umberið hver annan í kærleika.“ (Efes. 4. 1., 2.)
(6) Er nokkurt dramb í hjörtum okkar? Erum við uppblásin?
Finnst okkur talsvert til um stöðu okkar eða hæfileika.
„Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann
náð.“ (Jak. 4. 6.)
(7) Höfum við verið óráðvönd? Eru viðskipti okkar hrein og
óaðfinnanleg? Gjöldum við það, sem rétt er og skylt.
„Gjaldið öllum það, sem skylt er: þeim' skatt, sem skattur ber,
þeim toll, sem tollur ber; þeim ótta, sem ótti ber; þeim virðingu,
sem virðing ber.“ (Róm. 13. 7.)
(8) Höfum við borið út sögur um aðra. Ófrægjum við mannorð
annarra? Erum við sögusmettur og slettirekur?
„Talið ekki illa hver um annan, bræður . . . Hver ert þú, sem
dæmir náungann?“ (Jak. 4. 11., 12.)
(9) Gagnrýnum við kærleikslaust, óþýðlega, harðlega? Erum við
alltaf að setja út á aðra og leitum við að göllum þeirra?
„Kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.“ (Orðskv. 10. 12.)
(10) Rænum við Guð? Höfum við stolið tíma, sem tilheyrir hon-
um? Höfum við haldið í peninga okkar?
„Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar, segir Jahve
hersveitanna. En þér spyrjið: ,AS hverju leyti eigum vér að snúa
oss?‘ Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér
spyrjið: ,í hverju höfum vér prettað þig?‘ 1 tíund og lyftifórnum.