Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 114
114
NORÐURLJ ÓSIÐ
á báSum heimum. Kristur sagði: „Þér getið ekki þjónað Guði og
Mammon.“ (Matt. 6. 24.) Þú verður að velja. Ég bið þig að velja
í dag. Ég bið þig að afhenda líf þitt — algerlega og skilyrðislaust —
drottinvaldi Jesú Krists.
F^rir§pnrn svarað
Ritstj. Nlj. hefir borizt bréf frá manni, sem spyr um, hvort biðja
eigi til Guðs, föðurins, eða til Jesú, frelsarans. Þetta mun vera mjög
á reiki hjá fólki. Hvað segir um þetta í biblíunni?
1) Þegar Drottinn Jesús kenndi lærisveinum sínum að biðja,
kenndi hann þeim ávarpið: „Faðir vor.“ (Matt. 6. 9.) „Faðir.“
(Lúk. 11. 2.) Samkvæmt þessu eiga Guðs börn að ávarpa Guð og
nota orðið „Faðir“.
2) Við finnum ennfremur þessi fyrirmæli hans í Matt. 6. 6.: „En
þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefir lok-
að dyrum þínum, þá bið f'óður þinn, sem er í leyndum.“ Fyrirmæli
Drottins Jesú eru þau, að lærisveinar hans eiga að biðja til Föð-
urins.
3) Dæmi eða fyrirmynd Drottins Jesú sjálfs sýnir, að hann ávarp-
aði Guð sem föður. „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki,
hvað þeir gera.“ „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ (Lúk.
23. 34., 46.) Hann sagði ennfremur: „Faðir, herra himins og jarð-
ar,“ (Matt. 11. 25.) „heilagi faðir“, „réttláti faðir.“ (Jóh. 17- 11.,
25.) Orð sem „góði“, „mikli“, „dýrlegi“, „eilífi“ munu því vera við-
eigandi, er við ávörpum Föður okkar á himni.
Þegar við komum í Postulasöguna, sjáum við í 4. 24., 29. að hin-
ir fyrstu kristnu menn ávörpuðu Guð með orðunum: „Herra“,
„Drottinn“. Bæði þessi orð benda á yfirráð, vald og því mjög við-
eigandi, þegar mannlegt vald var að ógna þeim. „Drottinn“ er oft-
ar notað í ávarpi, og verður ekki úr því skorið, hvort þar er verið
að ávarpa Föðurinn eða Soninn, nema í hæn Stefáns í Post. 7. 59.:
„Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn.“
Hér er tilfærð 'bæn til Drottins Jesú. Orð Ananíasar í Post. 9. 14.
við Drottin Jesúm: „alla þá, er ákalla nafn þitt,“ þau sýna, að í
Damaskus var nafn Drottins Jesú ákallað, að beðið var til hans.
í Róm. 8. 14.—16. ræðir Páll um vitnisburð Andans: „Anda