Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 134
134
N ORÐURLJ ÓSIÐ
„Pabbi og manna, má ég fara þangaS? Ég get alveg farið ein,
hlýt að rata, eins og mennirnir, sem rötuðu svo langa leið. Það var
svo bjart af stjörnunni, og þeir fengu að sjá barnið!“
Aldrei komst ég þá leið, og þá fór ég að biðja GuS að lofa barn-
inu sínu að koma til mín einhvern tíma, þegar það stækkar. Svo
varð ég rólegri. En þá kom annað erfiði fyrir mig.
Pabbi var sjaldan inni, og allar sínar hvíldarstundir notaði
hann til að lesa biblíuna. Það þótti mér leiðinlegt og sagði við
hann: „Af hverju ertu allt af að lesa þessa stóru bók. Hún er ekkert
skemmtileg, engar myndir og engin falleg kvæði. Talaðu heldur viS
mig og segðu mér sögu.“ Þá sagSi hann: „Já, ég skal segja þér marg-
ar fallegar sögur úr stóru bókinni.“ Og það gerði hann. Þá fékk ég
mína mestu lífsgleði: að vita svo mikið um hjartans vininn minn
Jesúm Krist, eðli hans og almættisverk öllum til miskunnar.
Alla vetur las pabbi minn hugvékjur og Passíusálma og á sunnu-
dögum Jónsbók (Yídalíns). Þar fékk ég minn sárasta harm á ævi
minni á uppstigningardag. Hélt ég, að þá væri Jesús alveg farinn
frá okkur, af því að allir hefðu verið svo vondir við hann hér á
jörðu. Passíusálmana skildi ég furðu fljótt og grét oft, þegar pabbi
las þá. Einu sinni sagði ég: „Nú er ég orðin svo sterk, að ég get
kastað stórum steini í vondu mennina.“ Þá sagði pabbi: „Þú mátt
aldrei kasta fyrsta steininum. Manstu, hvað Jesús sagði við Pétur,
þegar hann hjó eyrað af óvini hans?“ ÞaS mundi ég og þagnaði.
Nú munuð þið ætla, að þetta æskunám hafi enzt mér alla ævi.
Ekki fór það svo. Eg missti foreldra mína ung, álpaðist meðal
óþekktra manna, heimila, sem vildu reynast mér vel á sína vísu. En
mikið hafði ástand mitt og umhverfi breytzt, sérstaklega þó hugar-
far mitt og hamingja. Ég var farin að taka ýmsan hágóma gildan
mér til fullnægju. Ég áttaði mig ekki alltaf á því, hvað hafði skeS
mér til skaða, fann þó einstöku sinnum þessi voðalegu orð brenna
mig: „HvaSa afl hefir tekið Drottin minn frá mér?“
Þá kom einn vinur minn að norðan, skólasveinn Drottins, og
lagði mér ráS til bjargar, sem dugðu á síðustu stundu. AuSvitað
voru þau skilaboð frá sjálfum konungi kærleikans, sem eitt sinn
var hér barn í jötu vansælla vesalinga, þeim til lífs að eilífu. Ég veg-
sama Guð minn fyrir miskunn hans og náS við mig.
GuSi almáttugum sé lof og dýrð fyrir Drottin Krist.