Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 179
NORÐURLJÓSIÐ
179
kæmi aldrei aftur. En trú hennar á hann bifaðist ekki. Hann hafði
heitið því, að koma aftur, þess vegna hlaut hann að koma og sækja
hana. Mörg ár liðu. Tíminn tók að rita sína sögu á andlit hennar og
hár. En samt kom hann ekki enn.
Kvöld nokkurt, kjarkminni en venjulega, kom hún á tiltekna
staðinn í rökkrinu. Vonin var næstum horfin, en hún viss,i að hún
varð að reynast trúföst. Bálið flökti í vindinum, svo að hún safnaði
viði í það í annað sinn. Svo söng hún einu sinni enn ljóðið, sem
hún hafði sungið svo mörgum sinnum. Þegar hún ætlaði að hverfa
heim, heyrði hún áraglam utan úr flóanum. Líklega var það einhver
sjómaður, sem kom seint heim þetta kvöld. En ástin gefst ekki upp
svo auðveldlega. Enn á ný kveikti hún bálið og söng ljóðið einu
sinni enn. Þá var hann kominn. Hann vafði hana örmum og sagði
henni frá heimilinu dásamlega, sem hann hafði búið henni handan
hafsins. „Ég beið til að sjá bálið þitt og heyra sönginn þinn,“ sagði
hann. „Þá vissi ég, að þú hafðir verið mér trú og beiðst eftir mér.“
Hvað var það, sem Drottinn Jesús sagði við lærisveinana:
„Þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og
mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar, sem ég er.“
(Jóh. 14. 3.). (Úr „Things Cancerniing Himself“ Nóv.—des. 1969).
Ertu að vaka? Ertu að bíða
eftir því, hann komi skjótt?
Eykur fögnuð eða kvíða:
„Ef hann skyldi koma í nótt?“
Mun nokkuð gleðja Drottin Jesúm meir en það, að finna okkur
vakandi og bíðandi eftir honum, þegar hann kemur? Yilt þú veita
frelsara þínum þá gleði, að þú þráir endurkomu hans?
Kostnboð
Hver, sem útvegar einn eða fleiri nýja kaupendur, skal fá 5 af
eldri árgöngum Norðurljóssins að launum, og hver nýr kaupandi
skal fá 3 eldri árganga í kaupbæti, enda hafi greitt árgjald þessa
árs 1970, sem er 100 krónur áður en honum verða sendir þeir. —
Hjálpið til að úttbreiða boðskap Nlj. — Ritstjórinn.