Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
dáið, hvenær sem væri. Ég íbenti henni á að líta upp. En hún fann
sig svo óverða þess að biðja. ÍHún fann skýið, sem skyggði á Guð
fyrir henni. Það var syndin, sem skildi hana frá Guði. „Allir hafa
syndgað,“ segir ritningin. Ég benti henni á, að Drottinn Jesús dó
fyrir syndir hennar. Hann hafði af fúsum vilja greitt skuld hennar
við Guð. Þess vegna mátti hún koma til Guðs í bæn og reiða sig á.
verðleika dauða frelsarans í hennar stað.
Guði sé lof, við megum öll líta upp til Guðs í blíðu og stríðu, af
því að Jesús dó fyrir okkur. Hefir þú gert það? Viltu gera það?
„Úthellið hjörtum yðar fyrir honum,“ segir ritningin. Guð hlustar
á bæn, sem beðin er í Jesú nafni. S. G. J.
Andlát umdeildsi mann§
Maður hét James Albert Pike. Hann var alinn upp í rómversk-
kaþólskri trú og átti að verða prestur. Meðan hann stundaði nám,
varð árekstur milli trúarskoðana hans og vísindanna. Beið trúin
bana, og bann varð „agnostic“ óvissutrúarmaður. Lagði hann þá
stund á lögfræði og hlaut þar doktorsnafnbót. Hann kvæntist, en
hjónabandið leystist upp tveimur árum síðar. Sex árum eftir það
gekk hann að eiga aðra konu. Tóku þau þá bæði 'kristna trú. Eign-
uðust þau fjögur börn. En sonur hans og nafni framdi sjálfsmorð
árið 1966. En nokkuð löngu áður en það varð, hafði Pike hækkað
stig af stigi í Oldungakirkjunni og var orðinn biskup. Ekki var það
sökum rétttrúnaðar, því að hann neitaði holdtekju Krists, meyjar-
fæðingu hans og þrenningarlærdóminum. Flutti hann margar ræð-
ur, ritaði bækur og tók þátt í kappræðum. Hann missti síðari kon-
una eða s'kildi við hana.
Eftir dauða sonar hans snerist hann til andatrúar. Taldi hann sig
hafa talað við anda sonar síns. Ritaði hann þá bók, sem á ensku hét
„The Other Side.“ (Hinum megin.) Vann Diane nokkur Kennedy
að bókinni með honum og gekk hann að eiga hana. Ekki tók hann
framförum í trúnni á Krist við það. Hann hélt til ísraels sl. ágúst
til að safna sér efni í bók, sem átti að vekja meiri athygli en nokkur
önnur bók. Hún átti að tæta niður (debunk) söguna af Jesú frá
Nazaret, eftir því sem sagt er, að hann hafi talað við vini sína.
Hinn 1. september sl. héldu þau hjónin í leigubifreið út í eyði-