Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 41
norðurljösið
41
Þrettír úr sögu minni
EFTIR RITSTJÓRANN.
Vegna þeirra lesenda, sem gjarna vilja heyra þessa æviþætti, ætla
ég að rita meir en komið er af þeim. En vegna hinna, sem leiðast
þeir, skal ég fara fljótt yfir sögu, svo að annað efni, ef til vill þeiin
hugnæmara, fái komizt að. Læt ég þeim hér með lokið.
Eftir norðurför mína og heimkomu árla í febrúar 1924 var ég við
heimiliskennslu hjá sr. Jóhanni Briem á Melstað í Miðfirði. Um
sumarið varð það afráðið, að ég yrði kennari á Akranesi. Sótti sr.
Þorsteinn eftir að fá mig, en hann fylgdi jafnan fast eftir því, sem
hann ætlaði sér. Þó fylgdi stöðuveilingu það skilorð af skólanefndar
hálfu, að ég skyldi annast einihvers konar handavinnu drengja í skól-
anum.
Þetta leiddi til þess, að ég varð að fara snemma suður. Lánaði
faðir minn mér hest suður að Norðtungu. Var honum komið norð-
ur aftur með mönnum að norðan, er fóru þangað í fjárrétt.
Ég gisti sem fyrr í Grænumýrartungu og varð samnátta ungum
manni, er Helgi hét Konráðsson. Var hann á leið suður til háskóla-
náms og ætlaði að lesa guðfræði. Ræddi ég við hann trúmál á suð-
urleið, og fann ég ekki, að hann ætti þá trú á Jesúm sem persónu-
legan frelsara sinn. Vona ég hún hafi komið síðar. Hann varð
prestur á Sauðárkróki og vinsæll maður.
Ég hélt svo til Akraness fótgangandi og segir lítt af ferðum mín-
um, nema ég naut fyrirgreiðslu tveggja skólasystra minna úr kenn-
araskólanum. Reiddi faðir annarrar þeirra mig langa leið. Komst
ég á Akranes heill á húfi og hélt svo áfram til Reykjavíkur til handa-
vinnunáms hjá Halldóru Bjarnadóttur. Kenndi hún mér eitthvað í
hastiðnaði og mottugerð. Brynjaður þeirri þekkingu hóf ég svo
kennarastarf á Akranesi. Fékk ég herbergi, fæði og þjónustu alla
hjá sr. Þorsteini.
Þá var Valgerður, fyrri kona hans, nýlega látin. En frænka henn-
ar, frk. Emilía Gudjohnsen, var bústýra hans. Var þar merkileg saga
að baki. Sagði hún mér sumt af henni sj álf, en aðrir annað af því,
er ég segi hér.
Þegar sagan hófst, hjó Emilia með móður sinni, er þá var orðin