Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 2
2
NORSURLJÓSIÐ
Ffereyjnv sóttnr heim
EFTIR RITSTJÓRANN.
Það bar til nýlundu hér í Vinaminni síðastliðið ár, að við hjón-
in brugðum okkur af landi brott. Teljast það lítil tíðindi nú á dög-
um, en nokkurs virði þeim, er setið hafa átthagaþúfuna ævilangt.
Ekki var þó ferðin lengri en til Færeyja, og ekki varð dvölin svo
löng, að við gleymdum íslenzkunni eins og strákurinn, sem spurði,
hvaða kljádýr þetta væri, er hann sá hrífuna. Mundi hann þó, hvað
kljádýrið 'hét, er hann meiddi sig á því.
Það var upphaf að þessari ferð, að hingað til lands kom færeysk-
ur maður, Pétur Háberg að nafni. Býr hann í Þórshöfn (Tórshavn)
í Færeyjum. Kom hann með fríðu föruneyti, söngflokki, er söng hér
við mikinn orðstír og hélt samkomur bæði á Akureyri, í Reykjavík
og víðar. Sagði ég frá þessari heimsókn í Nlj. 1963. Áður en Pétur
Iláberg fór frá Akureyri hafði hann kreist úr mér það loforð, að ég
skyldi heimsækja Færeyjar, er flugsamgöngur væru komnar í gott
lag.
Um það leyti, sem flugsamgöngur voru komnar í æskilegt horf,
var ég farinn að byggja. Hafði ég því góðar og gildar ástæður til
að fresta förinni, sem ég kveið. Mér hafði stundum liðið mjög illa,
er ég flaug á milli Akureyrar og Reykjavíkur, fannst mig vanta loft,
og lá eitt sinn við yfirliði. Samt var þetta farið að lagast. Hafði ég
engar gildar ástæður til að hafa lengri drátt á efndum loforðsins.
Var Færeyjaför ákveðin í júní. Fyrst hélt ég, að konan mín yrði að
vera heima og gæta bús og barna. En svo tók henni að opnast leið
til að fara líku, okkur báðum til ánægju og mér til mikillar hjálpar.
Tengdamóðir mín, sem dvelur hjá o'kkur, fór í heimsókn til sona
sinna syðra. Dætur okkar gátu dvalið með henni hjá Daníel í Kópa-
vogi, en sonur okkar fengið fæði og annað í húsi hér rétt hjá. Hann
var þá við nám i skólagörðum bæjarins og i reiðskólanum, því að
hann er hestavinur mikill svo sem móðir hans.
Við flugum svo suður með lelpurnar 16. júní, og gistum hjá
Daníel og Þuríði konu hans, er tóku okkur tveim höndum og lögðu
fús á sig öll ómök vegna komu okkar og ferðalags.
Ferðafélaga höfðum við eignazt. Var það Elínhorg Guðmunds-
dóttir, sem unnið hefir lengi í sambandi við elliheimilið í Skjaldar-