Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 95
norðurljósið
95
„En reiðizt þið mér ekki, þið ihræsnarar! Margir ykkar hafa að-
hafzt það, sem er langt um verra en það, sem ég hefi gert í kvöld.
Og ég skal segja ykkur nokkuð annað: — Ég skammast mín fyrir
það, sem ég íhefi gert, og ég ætla að biðja afsökunar á því. En marg-
ir ykkar munu fara úr þessu húsi án þess að skammast ykkar, án
iðrunar.
„Eg -hét að gefa þessum pilti úr. En ég gerði það ónýtt fyrst. Marg-
ir ykkar ætla að frelsast seinna, einhvern tíma, þegar þið hafið ónýtt
líf ykkar. Margir ykkar lifa lííinu í synd og skömm. Þið eruð að
ónýta líf ykkar, svo að það gerir ykkur ekkert gagn, ekki ástvinum
ykkar og ekki Guði.
„En þegar lífið er orðið að rúst og ævin að enda, þá ætlið þið að
snúa ykkur til Guðs og segja: „Nú, kæri Drottinn, ætla ég að gefa
þér hjarta mitt og líf.“
„Ég vil segja ykkur tvennt: Þið eruð ekki ihæfir til að lifa! . . .
Og hið annað, sem ég vil segja ykkur, er það, að þið eruð heimsk-
ingjar . . . Þið eruð heimskingjar, af því að þið haldið, að þið getið
dregið Guð á tálar: Biblían segir: „Villizt ekki! Guð lætur ekki að
sér hæða, því að það, sem maður sáir, það mun hann líka uppskera.“
Hann henti svo fólkinu á, að margir hefðu lofað að gefa Guði líf
sitt. En þeir ætluðu fyrst að rústa það, eins og hann hafði gert með
úrið, sem hann lofaði piltinum. Hann ætlaði að 'biðja piltinn afsök-
unar. Þeir ættu ekki að fara út úr salnum án þess að hafa beðið Guð
almáttugan afsökunar.
Dr. Bill hað síðan piltinn afsökunar og bað íhann að koma aftur
að ræðupallinum. Skátaforinginn hvatti 'hann til þess, svo að hann
kom. Þá sneri dr. Bill við vasa hans, tók allt ruslið — gamla úrið —
a 'brott. Síðan fékk hann ihonum fagurt armbandsúr, sem var úr
gulli, í mjög fögrum kassa. Augu skátans ljómuðu, er dr. Bill sagði:
„Ungi maður, ég vil ekki, að þú hugsir um Bill Rice sem þann
mann, er gerði þér mikla sneypu . . . Ég vil þú minnist manns, sem
geðjast mjög vel að þér. Þetta er úrið, sem ég vil, að þú eigir. Það
er gullúr, langtumi meira virði en hitt.“
Dr. Bill benti svo á, að hvort sem það væri hann eða einhver ann-
ar, sem eyddi ævinni í synd og skömm, þá mundi hann leggja líf sitt
i rústir, eins og úrið var rústað. En ef nokkur maður vildi gefa
Kristi líf sitt, þá mundi það verða gullin ævi, sem yrði verðmæt
honum og mörgum öðrum.