Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 167
NORÐURLJ ÓSIÐ
167
Hvað mundir þú gera á kvöldin, þegar þú kemur heim, slæptur
og þreyttur, ef engar samfélagsdyr stæðu opnar milli þín og Krists?
Lofað sé nafn hans. Hann mun aldrei láta oss fá að reyna, hvað
það er að vera án hans, því að Jesús yfirgefur aldrei sína.
J á, látið þá hugsun, hvað lífið væri án hans, auka á dýrmæti hans.
C. H. Spurgeon. (Things Concerning Himself. Lausleg þýðing
stundum.)
7. Nýtt líf í kristi.
Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
(Rómverj abréfið 6. 23.)
INNGANGUR.
„0, að ég ætti hraustasta líkamann af þeim, sem verið er að
deyða í stríðinu!“ Á þessa leið andvarpaði öldruð kona stundum,
þegar heimsstyrj öldin fyrri stóð sem hæst. Aldurhnigni, slitni lík-
aminn hennar var þjáður af verkjum, stundum nætur og daga. Ó,
hvað það væri gott að fá nýjan, hraustan líkama.
Margur andvarpar einnig hátt eða í hljóði og óskar þess, að hann
eða hún gæti byrjað lífið á nýjan leik, þá skyldi sneitt framhjá
þeim hættum og snörum, sem orðið hafa hamingju ævinnar fjötur
um fót. Hér eru góðar fréttir 'handa þeim, sem viidu geta byrjað
lífið á ný. Það er unnt að byrja nýtt líf með Kristi þegar í dag.
Getur það nokkuð breytt þeim kringumstæðum, sem ég er í,“
spyr þú. Þetta er réttmæt spurning. Ef þú ber þunga byrði, finnst
þér ekki léttara, að einhver lyfti undir hana, beri hana með þér og
beri hana seinast einn? Ef þú værir villtur í niðamyrkri, væri þér
ekki hugarléttir, ef þú sæir ljós álengdar, ljós, sem nálgaðist þig
meir og meir unz niðdimman kringum þig yrði sem hábjartur
dagur?
Þannig er lífið með Kristi Jesú. Sá, sem veitir honum viðtöku,
festir traust sitt á honum, stendur aldrei framar einn.
Hvernig á að byrja þetta nýja líf? Jesús Kristur er gjöf Guðs til
okkar mannanna. Hann er gjöf Guðs til þín, gefinn skilyrðislaust.
Þú ákveður að þiggja gjöfina og segir við Guð eitthvað á þessa leið:
„Ó, Guð, mig langar til að eignast þessa gjöf. Ég tek hér með á
móti Jesú Kristi sem gjöf frá þér, svo að hann verði frelsari minn
og Drottinn. Ég þakka þér, faðir, fyrir þessa gjöf. í Jesú nafni.
Amen.