Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 148
148
NORÐURLJÓSIÖ
Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.“ Finnir þú,
að þú ert syndugur drengur eða syndug stúlka, þá kom
Drottinn Jesús í heiminn einmitt til að frelsa þig. Bið þú
hann af einlægu hjarta að gera það, og gerðu þetta nú.
4. GJÖFIN HANS MOMOLS.
„Mamma,“ kallaði Momol. Hann var lítill Afríku-dreng-
ur. „Hefir nokkur af hænunum orpið?“ „Já,“ svaraði móð-
ir hans. „Það er ein hæna, sem hefir orpið eggi. Nú eru fjög-
ur egg í körfunni, sem hangir á veggnum.“ „Ó, mamma,“
sagði Momol biðjandi, „vilt þú ekki gefa mér þessi fjögur
egg?“
„Þú óskar, að ég gefi þér fjögur egg, og svo getur komið
lítill kjúklingur úr hverju þeirra! Hvað býr nú undir þessu,
fyrst þú biður mig um fjögur egg, þessa fjóra kjúklinga?“
spurði móðir hans undrandi.
„Þetta á að vera gjöf handa Guði,“ sagði Momol. „Við
eigum að færa Guði gjöf á þeim degi, sem er nefndur sunnu-
dagur.“ — „En mig langar líka til að færa Guði gjöf á þeim
degi, sem heitir sunnudagur,“ svaraði móðir hans brosandi.
„Drengirnir í bekknum mínum hafa ákveðið, að gera eitt-
hvað fyrir Guð,“ sagði Momol, „og ég vil svo fúslega ala upp
kjúklinga, svo að ég geti eignazt hænsn og selt egg. Þá hefi
ég alltaf eitthvað, sem ég get gefið Guði á sunnudögum.
„Nú, ég held ég verði að láta þig fá þau,“ svaraði móðir
hans, sem fór nú að undirbúa grænmetið, sem átti að hafa
til kvöldverðar. Momol borðaði með ágætri lyst, því að hann
var mjög svangur.
Eftir kvöldmat fékk Momol eggin fjögur hjá móður sinni.
Hann lagði þau undir uppáhaldshænuna sína, því að hún
vildi fara að liggja á eggjum. Daglega hugsaði hann mjög
vel um hænuna, gaf henni vatn og fóður. Þegar svo litlu
kjúklingarnir skriðu úr eggjunum, gaf hann þeim hvíta