Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 174
174
NORÐURLJÓSIÐ
Sæll er sá maður,
sem Drottinn tilreiknar ékki synd.
Rómverjabréfið 4. 7., 8.
Satt er það, að „hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt, sem
heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði
oss með sinni eigin dýrð og dáð“ (2. Pét. 1. 3.). Þó hendir það oss
stundum, að freistingin fellir ökkur. Þá er nauðsynlegt, að við ját-
um það fyrir Guði á augabragði, sem komið ihefir fyrir okkur. Ef
við getum gert okkur ljóst, hvað hrösun okkar olli, þá er það heil-
brigð skynsemi að reyna að forðast það í framtíðinni. Nauðsynlegt
er: að vilja alls ekki syndga. Guð hefir sett viljann sem konung yfir
alla þætti sálarlífsins og hvatir eða girndir líkamans, á hvaða sviði
sem þær eru. Drottinn Jesús vildi ekki bugast í grasgarðskvöl sinni.
Þess vegna bað hann, og engill kom af himni og styrkti hann. Guð
styrkir þá, sem vilja gera vilja hans, hvað sem það kostar. Yið eig-
um sigur í Jesú. Horfum á hann á freistingarstundunum. Munið
Hebreabréf 4. 14.—16.
„Er vér nú höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefir í gegnum
himnana, Jesúm, Guðs son, þá höldum fast við játninguna. Því að
ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika
vorum, iheldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, án
syndar. Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að
vér öðlumst miskimn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum
tíma.“
ÖDRUM SAGT FRÁ.
Þakkið Drottni, þvíí að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir, er hann hefir leyst úr nauðum.
Sálmamir 107. 1., 2.
Drottinn Jesús sagði:
Far þú heim til þín og þinna, og seg þeim, hve mikla hluti Drott-
inn hefir gert fyrir þig, og hversu hann liefir miskunnað þér. —
Markús 5. 19.
Öttizt ekki ótta þann, sem af þeim stendur, og skelfizt eigi . . .
Verið ætið húnir til varnar fyrir hverjum manni, er krefst af yður
reikningsskapar fyrir þá von, sem í yður er, en þó með hógværð og
ótta. — 1. Péturs hréf 3. 14., 15.