Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
BARNAÞÁTTUR
1. ÞEGAR GUÐ GAF ÞEIM YATN.
„Ertu búinn að fá vatn?“
Aniidas hafði verið að grafa brunn ásamt Kashan syni
sínum, er var 12 ára, og það var nágranni hans, sem spurði.
„Ekki dropa,“ svaraði Amidas þreyttur. Við höfum nú graf-
ið í fjóra daga.“
„Hvað eruð þið komnir djúpt?“ spurði nágranninn. „45
fet,“ var svarið. „Hefir þú beðið til guðanna?“ spurði hinn.
„Nei,“ svaraði vonsvikni brunngrafarinn, „það hefir mér
ekki komið til hugar.“
„Ef þú biður til Lakshimi og gefur ríflega peninga, þá
kemur áreiðanlega vatn í brunninn. Þú ert búinn að grafa
nógu djúpt.“ „Það getur verið, að þetta sé rétt hjá þér,“
svaraði Amidas og þakkaði fyrir gott ráð.
Þegar þeir feðgar voru aftur einir saman, sagði Kashan:
„Æ-i, pabbi, eyddu ókki peningunum þínum í það, að gefa
guðunum þá. Þeir heyra hvorki né sjá og geta ekki hjálpað
okkur. Hvernig heldur þú, að steinmynd, geti látið koma
vatn í brunninn okkar?“
Kashan hafði gengið í trúboðsskólann, að vísu ekki lengi,
en nógu lengi þó til þess, að hann hafði heyrt um hinn eina,
sanna Guð. Hann hafði skilið, að hjáguðirnir gátu ekki
hjálpað, jafnvel þótt beðið væri til þeirra og peningum fórn-
að. Fáum dögum áður hafði hann heyrt söguna af Elía spá-
manni, sem bað um regn, og hvernig Guð hafði svarað bæn
hans og sent regn.
Kashan þótti vænt um þessa frásögu. Það var þess vert að
biðja til slíks Guðs. Guðs, er gat gert dásamlega hluti, jafn-
vel sent regn, þegar beðið var um það! Hann vildi læra meir
um þennan dásamlega Guð. Hann skildi þá þegar í hjarta
sínu, að hjáguðirnir, sem gerðir voru af mannahöndum, gátu
alls ekkert gert fyrir þá, sem báðu til þeirra. Hann var viss