Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 90
90
NORÐURLJÓSIÐ
hannesi bendingu um að spyrja, hver væri sá, er sviki hann. Þar
sem Júdas var næstur Kristi, gat hann spurt: „Er það ég, meistari?"‘
án þess að hinir lærisveinarnir veittu því athygli. Og þegar hann
gekk út, vissu þeir ekki, hvers vegna hann fór.
Þegar páskamáltíðin sjálf fer fram, verður hver, sem lekur þátt í
máltíðinni, að drekka fjóra bikara víns. Enginn veit, hvers vegna
það eru fjórir bikarar. Fyrir hátíðina eru bakaðar eða keyptar þrjár
ósýrðar kökur. Fyrsta kvöld hátíðarinnar eru þær Iagðar á borðið
og dúkur á rnilli þeirra. Húsbóndinn tekur svo miðkökuna, brýtur
hana í tvennt og felur annan hlutann undir sessu, sem hann hvílir á.
Hvergi mun finnast nokkur forn skýring á því, hvers vegna þessi
siður hófst, að brjóta eina kökuna og fela annan helminginn. Eu
lesið hefi ég þó þá skýringu, að gyðin,g-kristnir menn hafi haldið
áfram að halda páska, er kristna trúin hófst. Hafi þeir þá, til að
tákna dauða og upprisu Krists, tekið upp þennan sið. Hafi svo aðr-
ir Gyðingar tekið þetta upp eftir þeim. Er óvíst, að önnur skýring
sennilegri komi fram.
Fyrsti bikarinn hét eða heitir ,,Kiddush“, sem merkir helgun.
Heimilisfaðirinn flytur Jahve (Jehóvah) Guði ísraels lofgerð og
þakkargerð. Síðan er drukkinn bikarinn. Á eftir kemur handaþvott-
ur. Er augljóst, að við það tækifæri hefir Drottinn vor og frelsari
þvegið fætur lærisveinanna.
Bikar dómsins.
Nú fer lítill drengur að spyrja: „Hvers vegna er þessi nótt ólík
öllum öðrum nóttum?“ Er þetta samkvæmt 5. Mós. 6. 20.—25. Fað-
irinn segir þá alla söguna af lausn Israels úr Egiftalandi. Þegar
þeirri sögu er lokið, er bikarinn drukkinn og flult lofgerð Jehóva.
Eftir það þvo menn sér um hendur í annað sinn og halda síðan
áfram og neyta aðalmáltíðar páskanna.
Bikar ríkisins.
Bikarinn er fylltur í þriðja sinn. Þá eru flutlar ýmsar merkilegar
bænir: Um endurreisn Jerúsalem og musterisins heilaga, um heim-
komu Israels aftur í Israelsland og um, að Messías komi skjótt.
Þegar bænum þessum er lokið, er þriðji bikarinn drukkinn, og
nefnir ritnin,gin hann bikar blessunarinnar. En áður tekur faðirinn
fólgna kökubrotið, brýtur það í 'bita og dýfir hverjum 'bita í blöndu,
sem búin er til úr beiskum jurtum. Hver viðstaddur fær sinn bita.