Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 155
NORÐURLJÓSIB
155
Molar frá borði Meistarans
(Greinir handa lærisveinum Krists.)
1. Hvað hindrar verk Guðs meðal vor?
„Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær eng-
inn Drottinn litið.“ (Hebr. 12. 14.)
Orðið helgun merkir hér, að vera greindur frá heiminum og
greindur frá syndinni, „frátekinn" handa Guði, svo að notað sé
nútíðar mál, sem allir eiga að geta skilið. Maður kemur í verzlun,
sér þar einhvern hlut, sem hann langar til að eignast. Einhverra or-
saka vegna getur hann ekki tekið hlutinn með sér þegar í stað. Hann
biður því þann eða þá, sem afgreiðir, að taka þennan hlut frá handa
sér. Það er orðið við ósk hans. Þessi hlutur er tekinn frá, lagður
á einhvern stað, unz kaupandinn kemur og vitjar hans.
Við lesum í 1. Kor. 1. 30. um Drottin Jesúm Krist: „Hann er orð-
in oss vísdómur frá Guði, réttlæti, helgun og endurlausn.“ (Frum-
málið, ekki ísl. þýð.)
Kristur hefir með dauða sínum á Golgata friðþægt, svo að allir
geta fengið fyrirgefning synda sinna og réttlæting. En þeir, sem
hlýða Guði og festa traust sitt á Kristi, veita honum viðtöku sem
Drottni sínum og frelsara, eru þar með teknir frá handa honum.
Guð sjálfur greinir þá frá óendurfæddum mönnum, er hann flytur
þá yfir frá dauðanum til lífsins, frá myrkrinu til ljóssins, frá valdi
Satans inn í ríki síns elskaða sonar, og meir en það: inn í hann
sjálfan, svo að hinir endurleystu trúuðu eru nú „í Kristi“. Þannig
orðar ritningin þetta.
Þessi helgun, sem Kristur er oss, fer fram á andlega, ósýnilega
sviðinu. Guðs barnið verður að vera áfram kyrrt í þessum jarð-
neska heimi, unz Guðs tími kemur að taka það heim til sín, eða
þangað til Drottinn Jesús kemur aftur, því að ekki munum vér „all-
ir sofna,“ ritaði postulinn Páll. Einhver Guðs börn verða á lífi, er
brotthrifningarstundin kemur. En þangað til brottfararstundin kem-
ur, ber öllum börnum Guðs að haga sér eftir fyrirmælum Drottins
í nýja testamentinu, og þar á meðal þeim: að stunda frið við alla
menn og helgun.