Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 182
182
NORÐURLJ ÓSIÐ
Hárskerinn þagði andartak. Síðan mælti hann: „Ég vildi vera
svona kristinn maður, herra.“
„Viljið þér það í raun og veru?“
„Krjúpið þá niður hérna hjá mér og biðjið Drottin Jesúm Krist
að koma inn í líf yðar og „gera sitt bezta“ í yður, því að hann elsk-
ar yður og gaf sjálfan sig fyrir yður.“
Þeir krupu niður saman, og hárskerinn veitti Drottni Jesú Kristi
viðtöku.
„Ar eru liðin síðan,“ sagði biskupinn, er hann lauk sögu sinni.
„Oft þegar ég er í nánd við Viktoríu járnbrautarstöðina, hefi ég
farið inn í rakarastofuna og spjallað við manninn, sem lifað hefír
hamingjuríku og staðföstu kristilegu lífi fyrir kraft Anda Krists,
sem býr í honurn. Hann „gerir sitt bezta,“ með því að reiða sig al-
gerlega á Krist, er kröftuglega verkar í þeim, er trúa á nafn hans.“
(Þýtt úr „Things Concerning Himself,“ maí—júní 1969.)
Ur fréttaliréf«m^S.Cí.M.
SGM = Scripture Gift Mission: Ritningargjafa-félagið, sem
minnzt hefir verið á hér áður í þessu hefti Nlj., sendir frá sér annan
hvorn mánuð rit, er heitir „New Digest“, „Fréttir í stuttu máli“
mætti nefna það. Hér á eftir koma tveir kaflar. Þeir eru frá löndum
í heimsfréttum. Annar er frá landinu, sem hefir verið svo oft í frétt-
um síðustu árin. Það land er
NIGERIA.
Þrettán flutningavagnar, fullir af nýliðum, sem fara áttu til víg-
stöðvanna, námu staðar í þorpi í Nigeriu. Kristniboði, er sá þá um
leið og hann fór í pósthúsið, heyrði, að þeir yrðu þar um kyrrt dag-
langt. Hann flýtti sér heim, tók öll kristileg rit, sern hann gat, og
fékk pastor (pastor er ekki prestur, heldur hirðir einhvers safnað-
ar) nokkurn til að hjálpa sér. Þeir fóru báðir og gáfu Guðs orð þess-
um ungu mönnum, sem vel má vera, að mætt hafi sumir dauða sín-
um fáum dögum síðar.
Fyrrverandi biblíuskólakennari var ábyrgur fyrir andlegri velferð
nokkur þúsund hermanna. Eitt sinn fór hann til herfylkis síns með