Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 9
norðurljósið
9
þjóðkirkju fólki. En það eru menn, er sagt hafa sig úr þjóðkirkj-
unni, en stofnað sjálfir söfnuði. Iðka þeir þá skírn, er nýja testa-
uientið sýnir svo glöggt, að höfð var um ihönd á dögum frumkristn-
innar. Aðeins þeir, sem tóku við Jesú sem Kristi, Drottni sínum og
frelsara, voru skírðir. Hann hafði sagt: „Sá, sem trúir og verður
skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmd-
ur verða.“ (Mark. 16. 16.) Bræðurnir trúa þessu hókstaflega og hafa
lugt mikið á sig til að boða öðrum fagnaðarerindið. Gera þeir það
mikið með útisamkomum, þar sem gott kirkjunnar fólk er ófúst á
að sækja samkomur þeirra að jafnaði. Þeir vitna líka mjög oft fyr-
lr öðrurn, að minnsta kosti fyrr á árum, og sjálfsagt enn. Sá ég skýrt
óæmi þess, er Jóhannes á Kósini var hjá ofckur á Akureyri.
Við fórum saman upp í sjúkrahús. Eg fór til að ganga um stofur
°g gefa smárit. Er ég kom út úr einni stofunni, tók ég eftir því, að
Jóhannes hafði komið sér í samtal við tvær aldraðar konur og var
tekinn að vitna fyrir þeim og að reyna að vinna þær til handa Kristi.
Hann var enginn nýgræðingur á því sviði. Sannast það um þessa
iðju sem aðra: „Það verður hverjum list, sem hann leikur.“
Eg hafði húið mig undir för mína til Færeyja með því að viða að
mer efni í ræður, sem flytja átti þar. En svo fór, að ræðuefnin lágu
eftir iheima. Greip ég þá til þess ráðs í Klakksvík, því að þar hélt ég
5 samkomur í röð, að ég notaði ræðuefni úr 1. Samúelsbók. Hafði
eg í fyrstu flutt þau á Sjónarhæð, Akureyri, sumarið 1968. Voru þá
fáir viðstaddir. Svo flutti ég þau aftur í Fíladelfíu-salnum í Reykja-
v'k. Þá var þar einu sinni eða tvisvar fullt fram að dyrum. Virtist
það fólk kunna að meta þann boðskap, sem því var fluttur. Sömu-
leiðis var það í Klakksvík. Er þar geysistór salur á okkar mæli-
bvarða, tekur um 650 manns í sæti eða meir, muni ég rétt. Samkom-
urnar þóttu allvel sóttar þar á þeim tíma árs.
Þennan dag, sem við skoðuðum jarðgöngin, var farið með sunnu-
óagaskólabörnin í dálítið ferðalag. Þarna er fjölsóttur sunnudaga-
skóli, sem starfar allt eða mestallt árið. Margt er þar af ungu, trú-
uðu fólki. IJr hópi þess hefir Drottinn kallað sér kristnilboða og trú-
boða. Þaðan er Jógvan Purkhús, sem starfað hefir hér á íslandi
undanfarin ár. Þaðan eru þeir Óli Jacobsen og Páll Poulsen, sem
báðir hafa í Bandaríkjunum búið sig undir kristniboðsstarf í Braz-
ilíu meðal fólks, semi aldrei áður hefir heyrt boðskapinn um Krist.