Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 11
norðurljósið
11
Fimmtudaginn 26. júní byrjar Þóra á dagbókinni aftur:
Þann dag rigndi. Þá fórum við Elínborg til Elsu Purkhús. Til
hádegisverðar var okkur boðið til Páls Færö. Hann er kvæntur syst-
ur Ola (Jacobsen). Þau eiga þrjú ljörn. . . . Þaðan fórum við svo
heim fyrst, en síðan í annað hús, og þar beið enn ný veizla. Þá rigndi
svo mikið, að okkur dalt í hug að kaupa regnkápur og fórum til þess
yfir göluna. Þar fengust aðeins þykkar og — að okkur fannst — of
dýrar regnkápur. (Enginn skyldi fara til Færeyja til að kaupa ódýr-
ari vörur en fást á íslandi. Okkur fannst allt dýrara þar, en kaup er
hærra og ellilífeyrir hærri en hérna.)
Við kvöddum svo Klakksvík í stórrigningu, er við fórum kl. 5.30
með bát, sem heitir Garðar, aftur til Leirvíkur. Þaðan fórum við
nieð bifreið til Rúnavikur. Þar skiptum við um vagn og héldum
heim til Júst í Túni, þar sem við fengurn góðar viðtökur. Þar borð-
uðum við kvöldverð.
Við héldum síðan til samkomu, sem haldin var í samkomusal, sem
heitir Beröa. Hann var áður í Þórshöfn, og hét hann þá Ebenezer.
Er nýi salurinn þar var byggður, var gamli salurinn rifinn og flutt-
ur til Rúnavíkur. Hann er rúmgóður og vistlegur. Getur fólk safnazt
þangað frá fleiri stöðum í grenndinni, þar sem eru söfnuðir; þótt
þeir sjálfir eigi sali til að koma saman í, þá eru þeir minni.
(Eftir samkomuna ók Júst í Túni upp á eyna með okkur. Var
nokkuð lágskýjað, svo að við sáum miður yfir en ella. Þar er land
flatlent. Taldi Júst þ ar miklu betra flugvallarstæði en í Vogey, þar
sem völlurinn er nú. Er ég honum samdóma, því að þarna virðist
mjög gott til aðflugs úr öllum áttum og miklu styttra frá Þórshöfn
á þennan stað en til Vogeyjar.)
Um nóttina gistum við hjá Júst í Túni og Maríu. Þau hafa ált
stóran hóp barna, en sum eru nú uppkomin. Hann var lengi skip-
stjóri, en er nú hættur. (Hann varð mjög ungur skipstjóri og veiddi
við Island. Eitt sinn var hann staddur með bát sinn á Siglufirði.
Kemur þá íslenzkur maður að bátnum og kallar til Jústs: „Heyrðu,
strákur, skipstjórinn þinn hefir sagt, að þú eigir að taka á móti
tunnum, sem eiga að fara til Akureyrar.“ Ekki gat Júst fengið það
af sér að leiðrétta manninn, en mun hafa skemmt sér vel. Hann er
einn af brautryðjendum Færeyinga. Fékk hann fyrstur manna kraft-
lilökk á skip sitt. Nú hefur hann hafið fiskrækt og elur upp regn-
bogasilung.)